Enski boltinn

Messan: Áhrif Zlatan ná langt út fyrir þennan leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United þegar hann tryggði liði sínu 3-2 sigur á Southampton í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar um helgina.

Strákarnir í Messunni á Stöð 2 Sport ræddu hlutverk Svíans sterka í liði United og í leiknum um helgina.

„Af þeim leikmönnum sem spiluðu í 90 mínútur kom hann sjaldnast við boltann en hafði langmest áhrif á leikinn,“ sagði Bjarni Guðjónsson en þess fyrir utan sýnir tölfræði tímabilsins að Zlatan sé áhrifamesti leikmaður liðsins síðan hann gekk í raðir Manchester United.

Sjá einnig: Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“

„Áhrifin eru ekki bara í þessum leik heldur mun titilinn hafa áhrif til lengri tíma. Sjálfstraustið er meira og nú er kominn góður grunnur til að klára tímabilið af krafti.“

Hjörvar Hafliðason tók í svipaðan streng. „Það er komin karlmennska í United. Liðið hefur varla tapað leik frá niðurlægingunni á Brúnni [þegar Chelsea vann Manchester United, 4-0, í október].“

Sjáðu umræðuna alla í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×