Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 14:30 Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies). Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies).
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira