Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 14:25 Lögreglan telur að Ri Jong Chol hafi komið að morðinu, en geta ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu og hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu. Vísir Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja. Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja.
Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00