Kosningastjóri Fillon segir af sér Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 23:30 Francois Fillon Vísir/EPA Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37
Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00
Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59