Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2017 06:00 Við meðferð málsins fyrir Hæstarrétti árið 1980. Á myndinni er Sævar en við hlið hans er lögreglumaður. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins kemur fram að leit stóð til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri.Gögn lögreglunnar í Keflavík benda til þess að það hafi verið eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálfellefu þriðjudaginn 19. nóvember 1974, áður en hann fór að heiman. Talið er að tæpum tveimur sólarhringum síðar hafi vinnuveitandi hans tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni. Hvorki hafa jarðneskar leifar Guðmundar né Geirfinns fundist. Dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík sumarið 1975. Starfshópurinn segir að í gögnum lögreglunnar í Keflavík sé ekkert sem gefi beinlínis til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Í desember 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík á ný rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Samkvæmt málsgögnum hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þá voru Erla Bolladóttir og Sævar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að svokölluðu póstsvikamáli. Í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. Í lok árs 1977 var Albert sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á morðinu á Guðmundi Einarssyni, Erla var fundin sek um rangar sakargiftir sem leiddi til handtöku fjögurra saklausra einstaklinga og að tálma rannsókn lögreglu. Guðjón var fundinn sekur um að hafa orðið Geirfinni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Guðmund Einarsson lífi ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir Kristján Viðar og Sævar voru sakfelldir fyrir að hafa banað bæði Guðmundi og Geirfinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins kemur fram að leit stóð til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri.Gögn lögreglunnar í Keflavík benda til þess að það hafi verið eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálfellefu þriðjudaginn 19. nóvember 1974, áður en hann fór að heiman. Talið er að tæpum tveimur sólarhringum síðar hafi vinnuveitandi hans tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni. Hvorki hafa jarðneskar leifar Guðmundar né Geirfinns fundist. Dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík sumarið 1975. Starfshópurinn segir að í gögnum lögreglunnar í Keflavík sé ekkert sem gefi beinlínis til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Í desember 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík á ný rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Samkvæmt málsgögnum hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þá voru Erla Bolladóttir og Sævar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að svokölluðu póstsvikamáli. Í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. Í lok árs 1977 var Albert sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á morðinu á Guðmundi Einarssyni, Erla var fundin sek um rangar sakargiftir sem leiddi til handtöku fjögurra saklausra einstaklinga og að tálma rannsókn lögreglu. Guðjón var fundinn sekur um að hafa orðið Geirfinni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Guðmund Einarsson lífi ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir Kristján Viðar og Sævar voru sakfelldir fyrir að hafa banað bæði Guðmundi og Geirfinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48