Trump lofar einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 23:30 Trump heilsar að hermannasið. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15
Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56
CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20
Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00