„Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 14:41 Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili. visir/bragi guðmundsson Lögmenn sem gæt hagsmuna þeirra sem voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja rétt að tala um að dómsmorð hafi verið framið í málefnum sakborninganna sex. Þeir segja ómögulegt að atburðurinn geti hafa atvikast líkt og tilgreint er í dómnum yfir fólkinu. „Eftir að ég kynnti mér þetta mál á sínum tíma þegar ég var að vinna fyrir Sævar Marinó [Ciesielski] á öldinni sem leið þá kynnti ég mér ekki eingöngu gögnin sem lágu fyrir Hæstarétti heldur öll þau gögn sem gat náð til. Þar voru kannski merkastar fangelsisdagbækurnar úr Síðumúla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.vísir/hmp„Eftir að ég hafði kynnt mér öll þessi gögn þá varð mér fullkomlega ljóst að atburðirnir gátu ekki hafa verið með þeim hætti sem dómstólarnir, bæði Sakadómurinn í Reykjavík og Hæstiréttur, töldu. Ég gat auðvitað ekki vitað hvað gerðist en ég gat séð það, og það var fullkomlega öruggt, að það gerðist ekki með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í dómnum,“ bætir Ragnar við, en hann ræddi þessi mál í Víglínunni á Stöð 2. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, sem dæmdir voru í þrettán og sautján ára fangelsi, tekur undir orð Ragnars. „Staðreyndin í þessu máli er sú að það eru engin lík. Það er enginn brotavettvangur. Það er ekkert mótíf. Það er ekki nokkur skapaður hlutur nema þessir framburðir sem um ræðir og þeir eru byggðir á það veikum grunni að það er ekki hægt að tala um þetta með öðrum hætti en að þarna hafi verið framið – þú notaðir sjálfur orðið, dómsmorð.“ Viðtalið við Ragnar og Lúðvík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Lögmenn sem gæt hagsmuna þeirra sem voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja rétt að tala um að dómsmorð hafi verið framið í málefnum sakborninganna sex. Þeir segja ómögulegt að atburðurinn geti hafa atvikast líkt og tilgreint er í dómnum yfir fólkinu. „Eftir að ég kynnti mér þetta mál á sínum tíma þegar ég var að vinna fyrir Sævar Marinó [Ciesielski] á öldinni sem leið þá kynnti ég mér ekki eingöngu gögnin sem lágu fyrir Hæstarétti heldur öll þau gögn sem gat náð til. Þar voru kannski merkastar fangelsisdagbækurnar úr Síðumúla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.vísir/hmp„Eftir að ég hafði kynnt mér öll þessi gögn þá varð mér fullkomlega ljóst að atburðirnir gátu ekki hafa verið með þeim hætti sem dómstólarnir, bæði Sakadómurinn í Reykjavík og Hæstiréttur, töldu. Ég gat auðvitað ekki vitað hvað gerðist en ég gat séð það, og það var fullkomlega öruggt, að það gerðist ekki með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í dómnum,“ bætir Ragnar við, en hann ræddi þessi mál í Víglínunni á Stöð 2. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, sem dæmdir voru í þrettán og sautján ára fangelsi, tekur undir orð Ragnars. „Staðreyndin í þessu máli er sú að það eru engin lík. Það er enginn brotavettvangur. Það er ekkert mótíf. Það er ekki nokkur skapaður hlutur nema þessir framburðir sem um ræðir og þeir eru byggðir á það veikum grunni að það er ekki hægt að tala um þetta með öðrum hætti en að þarna hafi verið framið – þú notaðir sjálfur orðið, dómsmorð.“ Viðtalið við Ragnar og Lúðvík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03