Enski boltinn

Man. Utd er sigursælasta félag Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan fagnar fyrra marki sínu á Wembley í gær.
Zlatan fagnar fyrra marki sínu á Wembley í gær. vísir/getty
Sigur Man. Utd í enska deildabikarnum í gær var sögulegur fyrir félagið.

Rauðu djöflarnir eru nefnilega orðnir sigursælasta félag í sögu enska boltans eftir að hafa lyft bikarnum á Wembley í gær.

Þetta var 42. stóri titill félagsins en Man. Utd og Liverpool voru jöfn fyrir gærdaginn með 41 titil.

Það er svo langt í næsta lið sem er Arsenal. Arsenal hefur unnið 28 stóra titla. Chelsea kemur þar á eftir með 21 og Aston Villa er með 20.


Tengdar fréttir

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×