Hungursneyð vofir yfir í fjórum ríkjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 16:26 Tugir milljóna eru í hættu í fjórum löndm, þar sem hjálparstofnanir segja ástandið vera alvarlegt. Vísir/EPA Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum. Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum.
Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira