Ísland mun að óbreyttu ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 14:15 Frá byggingu kísilvers í Helguvík en aukning losunar gróðurhúsalofttegunda er mest vegna stóriðju. Vísir/GVA Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir kynnti skýrsluna í Háskóla Íslands í dag og afhenti Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fyrsta eintakið. Í skýrslunni kemur fram að spáð er aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda um 53 til 99 prósent til ársins 2030 sé miðað við árið 1990. Sé kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu tekin með er aukningin heldur minni eða 33 til 79 prósent en aukning losunar er mest í stóriðju. Í ágripi skýrslunnar segir að „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að útstreymi án stóriðju og án bindingar með landgræðslu og skógrækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist. Útstreymi ársins 2014 án stóriðju var 6% meira en útstreymi ársins 1990, en 10% minna ef binding var tekin með.“ Eigi þau markmið og þær skuldbindingar sem Ísland hefur einsett sér að ná í samræmi við Parísarsamkomulagið að standast þurfa að koma til mótvægisaðgerðir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata. Skýrslan greinir tæknilega möguleika á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, en tekur fram margt hafi áhrif á hvort samdráttur í losun verði í raun, s.s. stjórnvaldsákvarðanir, olíuverð og fleiri þættir. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vega mögulegt ef gripið verði til frekari mótvægisaðgerða,“ segir á vef umhverfis-og auðlindaráðuneytisins.Skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39 Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52 Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir kynnti skýrsluna í Háskóla Íslands í dag og afhenti Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fyrsta eintakið. Í skýrslunni kemur fram að spáð er aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda um 53 til 99 prósent til ársins 2030 sé miðað við árið 1990. Sé kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu tekin með er aukningin heldur minni eða 33 til 79 prósent en aukning losunar er mest í stóriðju. Í ágripi skýrslunnar segir að „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að útstreymi án stóriðju og án bindingar með landgræðslu og skógrækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist. Útstreymi ársins 2014 án stóriðju var 6% meira en útstreymi ársins 1990, en 10% minna ef binding var tekin með.“ Eigi þau markmið og þær skuldbindingar sem Ísland hefur einsett sér að ná í samræmi við Parísarsamkomulagið að standast þurfa að koma til mótvægisaðgerðir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata. Skýrslan greinir tæknilega möguleika á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, en tekur fram margt hafi áhrif á hvort samdráttur í losun verði í raun, s.s. stjórnvaldsákvarðanir, olíuverð og fleiri þættir. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vega mögulegt ef gripið verði til frekari mótvægisaðgerða,“ segir á vef umhverfis-og auðlindaráðuneytisins.Skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39 Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52 Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39
Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52
Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33