Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 20:52 Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári. vísir Júlí og ágúst eru heitustu mánuðir á jörðinni frá því mælingar hófust. Sérfræðingar Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna segja að það sem áður var talið afbrigðilegt veðurfar, sé komið til að vera. Brýnt sé að snúa þessari þróun við. Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári og hafi bæði Evrópumenn og íbúar Norður Ameríku verið að kafna úr hita í sumar. Á meginlandi Evrópu hefur hiti yfir þrjátíu gráðum verið viðvarandi undanfarnar vikur og það sama á við um aðrar heimsálfur. „Þetta var heitasti ágústmánuður sem skráður hefur verið og hann kemur í kjölfar júlímánaðar sem samkvæmt upplýsingum NASA er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur verið mældur,“sagði Nullis. Þá hafi verið slegið enn eitt hitametið það sem af er árinu og Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna treysti sér til að fullyrða að árið í ár verði það heitasta á jörðinni frá því mælingar hófust. „Við höfum orðið vitni að óvenjulega miklum hita langtímum saman og þetta virðist ætla að verða hin nýja regla. Hið óvenjulega er ekki lengur óvenjulegt, það er að verða normið. Auk þessa methita slær nú magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu öll met og við sjáum mjög hátt hitastig sjávar sem hefur stuðlað að meiri kóraleyðingu en nokkru sinni fyrr,“ segir Nullis. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir um allan heim. Þannig hopar Grænlandsjökull hraðar en menn töldu sem og norðurskautsísinn og jöklar á Íslandi. Þetta mun valda hækkun sjávarborðs með ófyrirséðum afleiðingum á landslag víða um heim og um leið á þjóðfélög víða á jörðinni. Loftslagsbreytingarnar eru nú orðnar svo hraðar að það er raunveruleg hætta á að mannkynið missi af tækifærinu til að snúa þróuninni við með hörmulegum afleiðingum. „Þörfin á að staðfesta, og það sem er enn mikilvægara, að innleiða Parísarsamkomulagið er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Plánetan okkar sendir frá sér neyðarkall og við verðum að bregðast við, við verðum strax að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Clare Nullis. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Júlí og ágúst eru heitustu mánuðir á jörðinni frá því mælingar hófust. Sérfræðingar Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna segja að það sem áður var talið afbrigðilegt veðurfar, sé komið til að vera. Brýnt sé að snúa þessari þróun við. Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári og hafi bæði Evrópumenn og íbúar Norður Ameríku verið að kafna úr hita í sumar. Á meginlandi Evrópu hefur hiti yfir þrjátíu gráðum verið viðvarandi undanfarnar vikur og það sama á við um aðrar heimsálfur. „Þetta var heitasti ágústmánuður sem skráður hefur verið og hann kemur í kjölfar júlímánaðar sem samkvæmt upplýsingum NASA er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur verið mældur,“sagði Nullis. Þá hafi verið slegið enn eitt hitametið það sem af er árinu og Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna treysti sér til að fullyrða að árið í ár verði það heitasta á jörðinni frá því mælingar hófust. „Við höfum orðið vitni að óvenjulega miklum hita langtímum saman og þetta virðist ætla að verða hin nýja regla. Hið óvenjulega er ekki lengur óvenjulegt, það er að verða normið. Auk þessa methita slær nú magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu öll met og við sjáum mjög hátt hitastig sjávar sem hefur stuðlað að meiri kóraleyðingu en nokkru sinni fyrr,“ segir Nullis. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir um allan heim. Þannig hopar Grænlandsjökull hraðar en menn töldu sem og norðurskautsísinn og jöklar á Íslandi. Þetta mun valda hækkun sjávarborðs með ófyrirséðum afleiðingum á landslag víða um heim og um leið á þjóðfélög víða á jörðinni. Loftslagsbreytingarnar eru nú orðnar svo hraðar að það er raunveruleg hætta á að mannkynið missi af tækifærinu til að snúa þróuninni við með hörmulegum afleiðingum. „Þörfin á að staðfesta, og það sem er enn mikilvægara, að innleiða Parísarsamkomulagið er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Plánetan okkar sendir frá sér neyðarkall og við verðum að bregðast við, við verðum strax að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Clare Nullis.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila