Staða ráðgjafans veldur Trump áhyggjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 23:33 Donald Trump, ásamt Michael Flynn og Steve Bannon. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, íhugar nú stöðu þjóðaröyggisráðgjafa síns, Michael Flynn og veldur hún honum áhyggjum, samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu.Flynn er um þessar mundir í vandræðum vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekinn við embætti en þeir eiga að hafa rætt um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Flynn þvertók fyrst um sinn fyrir að hafa rætt um þetta tiltekna mál við embættismanninn, en dró svo í land og sagðist ekki vera viss. Leyniþjónusta Bandaríkjanna rannsakar nú málið en óbreyttir borgarar mega ekki fara með utanríkismál landsins samkvæmt lögum.Sjá einnig: Þjóðaröryggisráðgjafi Trump undir pressuFlynn sendi frá sér afsökunarbeiðni, þar sem hann baðst afsökunar á að hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn og beindi hann afsökunarbeiðni sinni sérstaklega til varaforsetans Mike Pence, sem hafði áður varið hann í sjónvarpsviðtölum. Trump hefur enn ekki tjáð sig með opinberum hætti um stöðu Flynn í starfsmannahóp sínum en athygli vekur þó að hann hefur neitað að styðja ráðgjafann sinn á opinberum vettvangi. Að sögn fjölmiðla vestanhafs hefur Trump miklar áhyggjur af stöðunni og er það ein meginástæða þess að hann hefur enn ekki tjáð sig um málið. Ljóst er að þetta kemur sér afar illa fyrir forsetann, sem sakaður hefur verið um linkind og vinaþel í garð Rússa. Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, íhugar nú stöðu þjóðaröyggisráðgjafa síns, Michael Flynn og veldur hún honum áhyggjum, samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu.Flynn er um þessar mundir í vandræðum vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekinn við embætti en þeir eiga að hafa rætt um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Flynn þvertók fyrst um sinn fyrir að hafa rætt um þetta tiltekna mál við embættismanninn, en dró svo í land og sagðist ekki vera viss. Leyniþjónusta Bandaríkjanna rannsakar nú málið en óbreyttir borgarar mega ekki fara með utanríkismál landsins samkvæmt lögum.Sjá einnig: Þjóðaröryggisráðgjafi Trump undir pressuFlynn sendi frá sér afsökunarbeiðni, þar sem hann baðst afsökunar á að hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn og beindi hann afsökunarbeiðni sinni sérstaklega til varaforsetans Mike Pence, sem hafði áður varið hann í sjónvarpsviðtölum. Trump hefur enn ekki tjáð sig með opinberum hætti um stöðu Flynn í starfsmannahóp sínum en athygli vekur þó að hann hefur neitað að styðja ráðgjafann sinn á opinberum vettvangi. Að sögn fjölmiðla vestanhafs hefur Trump miklar áhyggjur af stöðunni og er það ein meginástæða þess að hann hefur enn ekki tjáð sig um málið. Ljóst er að þetta kemur sér afar illa fyrir forsetann, sem sakaður hefur verið um linkind og vinaþel í garð Rússa.
Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira