Íslenski boltinn

Tíu Blikar náðu í stig gegn Stjörnunni | Skagamenn unnu Vesturlandsslaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðablik náðu í stig þrátt fyrir að vera manni færri í 78 mínútur.
Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðablik náðu í stig þrátt fyrir að vera manni færri í 78 mínútur. vísir/anton

Tveimur leikjum er lokið í Lengjubikar karla í dag.

Þrátt fyrir að vera einum fleiri í 78 mínútur tókst Stjörnunni ekki að leggja Breiðablik að velli í Fífunni.

Leikurinn var ekki nema 12 mínútna gamall þegar Ívar Orri Kristjánsson rak Aron Kára Aðalsteinsson, ungan miðvörð Blika, af velli.

Breiðablik spilaði sterkan varnarleik í leiknum og Stjarnan fékk fá færi.

Willum Þór Willumsson skoraði þegar skammt var til leiksloka en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og liðin eru því bæði með eitt stig í riðli 4.

Tryggvi Hrafn lagði upp mark í sigri Skagamanna. vísir/anton

Skagamenn fara vel af stað í riðli 3 en þeir unnu 3-2 sigur á Víking Ó. í Akraneshöllinni.

Hallur Flosason kom ÍA yfir strax á 4. mínútu og það reyndist eina markið í fyrri hálfleik.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson jafnaði metin á 50. mínútu og 10 mínútum síðar kom hann Ólsurum yfir, 2-1.

Þannig var staðan fram á 80. mínútu þegar Hafþór Pétursson jafnaði metin eftir sendingu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni sem lék sinn fyrsta landsleik fyrr í mánuðinum.

Það var svo Ragnar Már Lárusson sem skoraði sigurmark ÍA sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-2, ÍA í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.