Enski boltinn

Telegraph: Sigrar Lincoln og Íslands á lista yfir þá óvæntustu í íþróttasögunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sem kunnugt er vann utandeildarlið Lincoln City afar óvæntan sigur á úrvalsdeildarliði Burnley á útivelli í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær.

Þótt 80 sæti skilji liðin að í deildakeppninni á Englandi var Lincoln síst lakari aðilinn í leiknum í gær. Það var Sean Raggett sem skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Þessi úrslit eru ein þau óvæntustu í sögu ensku bikarkeppninnar, sérstaklega í ljósi þess að Burnley er með þriðja besta heimavallarárangurinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Í tilefni af þessum óvænta sigri Lincoln setti the Telegraph saman lista yfir 12 óvæntustu úrslitin í íþróttasögunni.

Meðal úrslita á listanum er 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í fyrra.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði þann leik en hann var einnig í byrjunarliði Burnley í tapinu fyrir Lincoln í gær. Landsliðsmaðurinn fór meiddur af velli eftir 20 mínútur.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×