Breytingar á Pepsi-mörkunum: Nýjar áherslur, nýir menn og nýr auka þáttur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:45 Logi Ólafsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Hjörvar Hafliðason og Hörður Magnússon verða fastagestir á skjánum í Pepsi-mörkunum í sumar. vísir/eyþór Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira