Breytingar á Pepsi-mörkunum: Nýjar áherslur, nýir menn og nýr auka þáttur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:45 Logi Ólafsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Hjörvar Hafliðason og Hörður Magnússon verða fastagestir á skjánum í Pepsi-mörkunum í sumar. vísir/eyþór Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira