Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15