Innlent

Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann

Birgir Olgeirsson skrifar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir
Sáttafundi samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna var slitið á þriðja tímanum í dag. Fundur var boðaður húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Sameiginlegur fundur deilenda stóð yfir í um einn og hálfan tíma áður en honum var slitið. Ríkissáttasemjara ákvað á fundinum að setja sjómanna og útgerðarmanna í fjölmiðlabann.

Ríkissáttasemjari hefur áður sett viðsemjendur í fjölmiðlabann. Til að mynda var það gert í október 2015 þegar kjaraviðræður lögreglumanna stóðu yfir.

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í hnút.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.