Erlent

Hans Rosling látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hans Rosling.
Hans Rosling. vísir/epa
Sænski vísindamaðurinn Hans Rosling lést í dag, 68 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í brisi en Rosling var prófessor í lýðheilsu við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og tölfræðingur.

Hann var stofnandi Gapminder Foundation, góðgerðarstofnunar sem hefur það að markmiði að auka notkun og skilning á tölfræði í tengslum við sjálfbæra þróun og þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Vegna starfa sinna fyrir stofnunina öðlaðist Rosling heimsfrægð en hann var vinsæll fyrirlesari um allan heim og hafa TED-fyrirlestrar hans til að mynda notið mikilla vinsælda.

Rosling fæddist þann 27. júlí 1948 í Uppsala í Svíþjóð. Hann lærði læknisfræði og tölfræði í háskólanum Uppsala og lýðheislu við St. John‘s Medical College í Bangalore í Indlandi. Hann var meðlimur í sænsku vísindaakademíunni en hann rannsakaði meðal annars útbreiðslu lömunarsjúkdómsins konzo í sveitum Afríku og starfaði sem ráðgjafi fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og UNICEF. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×