DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:20 Betsy DeVos er nýr menntamálaráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings. Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings.
Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15