Neitar að hafa gefið upp Ísrael sem heimildarmann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2017 20:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í Ísrael í morgun og í stuttu ávarpi á flugvellinum í Tel Aviv sagði Trump að fágætt tækifæri til friðar lægi nú fyrir. Donald Trump flaug frá Saudí-Arabíu til Tel Aviv í Ísrael í morgun en þaðan hélt hann til Jerúsalem þar sem hann skoðaði Grafarkirkjuna og bað bænir við Grátmúrinn. Trump varð með þessu fyrsti sitjandi Bandaríkjaforsetinn til að heimsækja múrinn sem hefur alla tíð verið bitbein milli Ísraels og Palestínu. Í ávarpi við komuna á flugvöllinn sagðist Trump hafa nýja von um frið og stöðugleika í Mið-Austurlöndum eftir heimsóknina til Saudí-Arabíu. Á stuttum fundi með Reuven Rivlin, forseta Ísraels, sagðist Trump telja að fólk á svæðinu væri einfaldlega komið með nóg og vildi breytingar. Þá var hann harðorður í garð Írana og sagði að þeir mættu aldrei eignast kjarnorkuvopn. Á blaðamannafundi með Netanyahu síðdegis í dag neitaði Trump því að hafa nefnt Ísrael sem heimildarmann upplýsinga um Ríki Íslams fundi með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fyrr í mánuðinum en því gagnstæða hefur verið haldið fram. Heimsókn Trumps hefur vakið misjöfn viðbrögð en á sama tíma og forsetinn lenti í Tel Aviv lögðu um eitt þúsund Palestínumenn á Vesturbakkanum niður störf til stuðnings föngum sem eru í mótmælasvelti í ísraelskum fangelsum. Aðrir héldu á skiltum með andliti Trumps með rauðu skófari. Sögðu þeir bandarísk stefnumál vera skammarspor á mannkyninu. Donald Trump Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í Ísrael í morgun og í stuttu ávarpi á flugvellinum í Tel Aviv sagði Trump að fágætt tækifæri til friðar lægi nú fyrir. Donald Trump flaug frá Saudí-Arabíu til Tel Aviv í Ísrael í morgun en þaðan hélt hann til Jerúsalem þar sem hann skoðaði Grafarkirkjuna og bað bænir við Grátmúrinn. Trump varð með þessu fyrsti sitjandi Bandaríkjaforsetinn til að heimsækja múrinn sem hefur alla tíð verið bitbein milli Ísraels og Palestínu. Í ávarpi við komuna á flugvöllinn sagðist Trump hafa nýja von um frið og stöðugleika í Mið-Austurlöndum eftir heimsóknina til Saudí-Arabíu. Á stuttum fundi með Reuven Rivlin, forseta Ísraels, sagðist Trump telja að fólk á svæðinu væri einfaldlega komið með nóg og vildi breytingar. Þá var hann harðorður í garð Írana og sagði að þeir mættu aldrei eignast kjarnorkuvopn. Á blaðamannafundi með Netanyahu síðdegis í dag neitaði Trump því að hafa nefnt Ísrael sem heimildarmann upplýsinga um Ríki Íslams fundi með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fyrr í mánuðinum en því gagnstæða hefur verið haldið fram. Heimsókn Trumps hefur vakið misjöfn viðbrögð en á sama tíma og forsetinn lenti í Tel Aviv lögðu um eitt þúsund Palestínumenn á Vesturbakkanum niður störf til stuðnings föngum sem eru í mótmælasvelti í ísraelskum fangelsum. Aðrir héldu á skiltum með andliti Trumps með rauðu skófari. Sögðu þeir bandarísk stefnumál vera skammarspor á mannkyninu.
Donald Trump Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira