Grænlendingar miður sín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 19:00 Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45