Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 11:45 Á kortinu má sjá ferðir Polar Nanoq frá því það leggur úr höfn á laugardagskvöld og þar til það kemur aftur til Hafnarfjarðar á miðvikudagskvöld. vísir/garðar/loftmyndir Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45