Grænlendingar miður sín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 19:00 Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45