Birkir: Heillandi að vera partur af einhverju stóru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2017 17:07 Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa fyrr í dag. Birkir kemur til Villa frá svissnesku meisturunum í Basel þar sem hann lék í eitt og hálft tímabil. Birkir segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist mjög hratt. Á miðvikudaginn fékk ég að vita að þeir hefðu áhuga og þeir vildu fá mig strax á föstudaginn. Ég kom svo hingað eftir hádegi í gær,“ sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Birkir spilaði í Meistaradeildinni með Basel fyrir áramót, m.a. gegn stórliðum eins og Arsenal og Paris Saint-Germain. Hann segist auðvitað hafa þurft að hugsa sig um þegar hann heyrði af áhuga Villa sem leikur í ensku B-deildinni? „Ég þurfti auðvitað að hugsa þetta og talaði við félagið og Steve Bruce. Eftir að ég heyrði hvaða plön þeir eru með og metnaðinn, þá leist mér ótrúlega vel á þetta,“ sagði Birkir sem er meðvitaður um að gæti þurft að spila með Villa í B-deildinni á næsta tímabili. Liðið situr nú í 13. sæti deildarinnar, níu stigum frá umspilssæti. „Við sjáum bara til. Þetta breytist fljótt í þessum bolta. Þetta er ekki það langt frá en við skulum sjá hvað gerist í ár. En markmið þeirra er að komast upp eins og fljótt og hægt er og vonandi verður það fljótlega,“ sagði Birkir. Að hans sögn var söluræða Steve Bruce, knattspyrnustjóra Villa, heillandi. „Hún var mjög góð, ég talaði heillengi við hann í gær, áður en ég fór í læknisskoðunina. Það var mjög gott að heyra plönin hans og hvað hann vill frá mér. Það sem hann sagði var mjög spennandi,“ sagði Birkir sem er mjög hrifinn af framtíðarsýn Bruce og félagsins. „Eins og þeir útskýrðu þetta fyrir mér og hvernig þeir horfa fram á við, þá fannst mér ótrúlega spennandi að vera hluti af því. Þetta er mjög stórt félag og það er mjög heillandi að vera partur af einhverju stóru,“ sagði Akureyringurinn sem mætti á sína fyrstu æfingu fyrr í dag. Hann segir hana hafa gengið vel. „Ég skrifaði undir rétt fyrir æfinguna. Þetta virkar spennandi og það var fínt tempó. Það er ekki leikur um helgina sem er fínt því þá fæ ég nokkra daga til að undirbúa mig og venjast liðinu.“ Næsti leikur Villa er ekki fyrr en á þriðjudaginn þegar liðið sækir Brentford heim. Birkir segist vera klár að koma inn í byrjunarliðið ef kallið kemur. „Við sjáum til, ég æfði allavega vel með Basel á undirbúningstímabilinu og líður mjög vel. Ef þeir vilja nota mig strax er ég klár og til í slaginn,“ sagði Birkir að endingu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Akureyringurinn verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni. 25. janúar 2017 13:15 Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00 Birkir: Þetta er mjög stórt félag Íslenska landsliðsmanninum hlakkar til að spila sinn fyrsta leik sem verður væntanlega næsta þriðjudag. 25. janúar 2017 13:45 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa fyrr í dag. Birkir kemur til Villa frá svissnesku meisturunum í Basel þar sem hann lék í eitt og hálft tímabil. Birkir segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist mjög hratt. Á miðvikudaginn fékk ég að vita að þeir hefðu áhuga og þeir vildu fá mig strax á föstudaginn. Ég kom svo hingað eftir hádegi í gær,“ sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Birkir spilaði í Meistaradeildinni með Basel fyrir áramót, m.a. gegn stórliðum eins og Arsenal og Paris Saint-Germain. Hann segist auðvitað hafa þurft að hugsa sig um þegar hann heyrði af áhuga Villa sem leikur í ensku B-deildinni? „Ég þurfti auðvitað að hugsa þetta og talaði við félagið og Steve Bruce. Eftir að ég heyrði hvaða plön þeir eru með og metnaðinn, þá leist mér ótrúlega vel á þetta,“ sagði Birkir sem er meðvitaður um að gæti þurft að spila með Villa í B-deildinni á næsta tímabili. Liðið situr nú í 13. sæti deildarinnar, níu stigum frá umspilssæti. „Við sjáum bara til. Þetta breytist fljótt í þessum bolta. Þetta er ekki það langt frá en við skulum sjá hvað gerist í ár. En markmið þeirra er að komast upp eins og fljótt og hægt er og vonandi verður það fljótlega,“ sagði Birkir. Að hans sögn var söluræða Steve Bruce, knattspyrnustjóra Villa, heillandi. „Hún var mjög góð, ég talaði heillengi við hann í gær, áður en ég fór í læknisskoðunina. Það var mjög gott að heyra plönin hans og hvað hann vill frá mér. Það sem hann sagði var mjög spennandi,“ sagði Birkir sem er mjög hrifinn af framtíðarsýn Bruce og félagsins. „Eins og þeir útskýrðu þetta fyrir mér og hvernig þeir horfa fram á við, þá fannst mér ótrúlega spennandi að vera hluti af því. Þetta er mjög stórt félag og það er mjög heillandi að vera partur af einhverju stóru,“ sagði Akureyringurinn sem mætti á sína fyrstu æfingu fyrr í dag. Hann segir hana hafa gengið vel. „Ég skrifaði undir rétt fyrir æfinguna. Þetta virkar spennandi og það var fínt tempó. Það er ekki leikur um helgina sem er fínt því þá fæ ég nokkra daga til að undirbúa mig og venjast liðinu.“ Næsti leikur Villa er ekki fyrr en á þriðjudaginn þegar liðið sækir Brentford heim. Birkir segist vera klár að koma inn í byrjunarliðið ef kallið kemur. „Við sjáum til, ég æfði allavega vel með Basel á undirbúningstímabilinu og líður mjög vel. Ef þeir vilja nota mig strax er ég klár og til í slaginn,“ sagði Birkir að endingu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Akureyringurinn verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni. 25. janúar 2017 13:15 Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00 Birkir: Þetta er mjög stórt félag Íslenska landsliðsmanninum hlakkar til að spila sinn fyrsta leik sem verður væntanlega næsta þriðjudag. 25. janúar 2017 13:45 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Akureyringurinn verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni. 25. janúar 2017 13:15
Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00
Birkir: Þetta er mjög stórt félag Íslenska landsliðsmanninum hlakkar til að spila sinn fyrsta leik sem verður væntanlega næsta þriðjudag. 25. janúar 2017 13:45