Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 13:15 Birkir Bjarnason með treyju Aston Villa. mynd/aston villa Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er genginn í raðir enska B-deildarliðsins Aston Villa en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning félagið í dag. Samkvæmt frétt BBC borgar Aston Villa 1,75 milljónir punda eða ríflega 250 milljónir króna fyrir Birki.Greint var frá því í gær að Birkir væri búinn að ná samningum við Aston Villa en hann fór í læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifaði eftir það undir samninginn.Sjá einnig:Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir kemur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel sem hann er búinn að spila með frá sumrinu 2015. Hann varð meistari í Sviss með Basel á síðustu leiktíð og spilaði í Meistaradeildinni fyrir áramót með liðinu. Aston Villa er sjöunda félagið sem Birkir mun spila með en þessi 28 ára gamli Akureyringur sem flutti ungur að árum til Noregs hefur á sínum ferli verið á mála hjá Viking í Stavanger, Stander Liege í Belgíu, Pescara og Sampdora á Ítalíu og nú síðast Basel í Sviss.Breaking news: We're delighted to announce the signing of Birkir Bjarnason from FC Basel. #WelcomeBirkir #AVFC pic.twitter.com/Xz1G2fidTu— Aston Villa FC (@AVFCOfficial) January 25, 2017 Hann skoraði tíu mörk í 29 deildarleikjum fyrir Basel á síðustu leiktíð og er nú búinn að skora fjögur mörk í þrettán deildarleikjum á yfirstandandi tímabili. Þessi grjótharði miðjumaður vakti mikla athygli á EM 2016 í Frakklandi á síðasta ári þar sem hann skoraði fyrsta og síðasta mark íslenska liðsins á mótinu. Aston Villa er eitt sögufrægasta félagið í enska fótboltanum. Það hefur sjö sinnum orðið enskur meistari og sjö sinum bikarmeistari auk þess sem liðið varð Evrópumeistari meistaraliða árið 1982. Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en var fyrir það eitt af sjö liðum sem höfðu spilað allar leiktíðir ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Knattspyrnustjóri Aston Villa er Steve Bruce en hann tók við liðinu af Roberto Di Matteo í október í fyrra. Villa er í 13. sæti ensku B-deildarinnar með 36 stig og er án sigurs í síðustu fjórum leikjum. Birkir Bjarnason verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni en þar eru fyrir Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff, Jón Daði Böðvarsson hjá Úlfunum, Ragnar Sigurðsson hjá Fulham og Hörður Björgvin Magnússon hjá Bristol City. Enski boltinn Tengdar fréttir Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00 Birkir Bjarnason á leið til Aston Villa Íslenski landsliðsmaðurinn fer í læknisskoðun hjá enska B-deildarliðinu á morgun. 24. janúar 2017 19:04 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er genginn í raðir enska B-deildarliðsins Aston Villa en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning félagið í dag. Samkvæmt frétt BBC borgar Aston Villa 1,75 milljónir punda eða ríflega 250 milljónir króna fyrir Birki.Greint var frá því í gær að Birkir væri búinn að ná samningum við Aston Villa en hann fór í læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifaði eftir það undir samninginn.Sjá einnig:Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir kemur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel sem hann er búinn að spila með frá sumrinu 2015. Hann varð meistari í Sviss með Basel á síðustu leiktíð og spilaði í Meistaradeildinni fyrir áramót með liðinu. Aston Villa er sjöunda félagið sem Birkir mun spila með en þessi 28 ára gamli Akureyringur sem flutti ungur að árum til Noregs hefur á sínum ferli verið á mála hjá Viking í Stavanger, Stander Liege í Belgíu, Pescara og Sampdora á Ítalíu og nú síðast Basel í Sviss.Breaking news: We're delighted to announce the signing of Birkir Bjarnason from FC Basel. #WelcomeBirkir #AVFC pic.twitter.com/Xz1G2fidTu— Aston Villa FC (@AVFCOfficial) January 25, 2017 Hann skoraði tíu mörk í 29 deildarleikjum fyrir Basel á síðustu leiktíð og er nú búinn að skora fjögur mörk í þrettán deildarleikjum á yfirstandandi tímabili. Þessi grjótharði miðjumaður vakti mikla athygli á EM 2016 í Frakklandi á síðasta ári þar sem hann skoraði fyrsta og síðasta mark íslenska liðsins á mótinu. Aston Villa er eitt sögufrægasta félagið í enska fótboltanum. Það hefur sjö sinnum orðið enskur meistari og sjö sinum bikarmeistari auk þess sem liðið varð Evrópumeistari meistaraliða árið 1982. Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en var fyrir það eitt af sjö liðum sem höfðu spilað allar leiktíðir ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Knattspyrnustjóri Aston Villa er Steve Bruce en hann tók við liðinu af Roberto Di Matteo í október í fyrra. Villa er í 13. sæti ensku B-deildarinnar með 36 stig og er án sigurs í síðustu fjórum leikjum. Birkir Bjarnason verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni en þar eru fyrir Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff, Jón Daði Böðvarsson hjá Úlfunum, Ragnar Sigurðsson hjá Fulham og Hörður Björgvin Magnússon hjá Bristol City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00 Birkir Bjarnason á leið til Aston Villa Íslenski landsliðsmaðurinn fer í læknisskoðun hjá enska B-deildarliðinu á morgun. 24. janúar 2017 19:04 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00
Birkir Bjarnason á leið til Aston Villa Íslenski landsliðsmaðurinn fer í læknisskoðun hjá enska B-deildarliðinu á morgun. 24. janúar 2017 19:04