Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 09:00 Birkir Bjarnason og mörkin hans á móti Portúgal og Frakklandi. Vísir/Samett/Getty Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. Birmingham Mail segir að búist sé við því að Birkir Bjarnason gangi frá samningi við Aston Villa fyrir lok vikunnar. Blaðið ákvað því að nota tækifærið og segja stuðningsmönnum Villa og lesendum sínum frá því hverju þeir geta búist við af þessum 28 ára gamla miðjumanni. ´ Birmingham Mail setti saman fróðlega og hnitmiðaða kynningu á íslenska miðjumanninum þar sem farið er yfir styrkleika og veikleika hans inn á vellinum, sagt frá ferli hans hingað til, hversu vinsæll hann er á Íslandi og hvernig persónuleika hann hefur að geyma. Styrkleiki Birkis er vinnusemin en honum er lýst sem fjölhæfum miðjumanni, með góða tækni og fínan fótboltaheila sem hafi auga fyrir markaskorun. Meðal gallanna eru nefnd skortur á áræðni í varnarleiknum og slök skallatækni þó að Birkir hafi nú skorað annað marka sinna á EM 2016 með skalla. Birkir er réttilega sagður vera mjög vinsæll á Íslandi þar sem er talað um hann sé leikmann sem hættir aldrei að hlaupa auk þess sem útilitið spillir ekki fyrir. Þar er líka talað að hann sé kallaður “Þór“ vegna ljósu lokanna og skeggbroddanna. Birkir er sagður mjög rólegur, næstum því feiminn, en að allir kunni vel við hann. Hann er sagður svara íslenskum blaðamönnum hreinskilningslega án þess að tala í fyrirsögnum. Knattspyrnuspekingar telja að það ætti að henta Birki vel að spila í enska boltanum en nefna líka mikla reynslu hans frá því að spila bæði í ítölsku A-deildinni, í Meistaradeildinni og svo með Íslandi í úrslitakeppni EM. Í greininni kemur líka fram að Birkir afrekaði eitt á EM í Frakklandi sem enginn annar gerði. Hann skoraði á móti bæði Portúgal og Frakklandi en þetta voru einmitt liðin sem mættust í úrslitaleiknum á Evrópumótinu síðasta sumar. Farið er yfir hver sé besta staða Birkis sé á vellinum og nefndar nokkrar staðreyndir honum tengdum eins og að faðir hans hafi verið öflugur markaskorari í efstu deild á Íslandi, Roy Hodgson hafi gefið honum fyrsta tækifærið með Viking í Noregi og að hann hafi hafnað því að spila fyrir norska sautján ára landsliðið þegar honum var boðið það á sínum tíma. Það er hægt að lesa alla kynningu Birmingham Mail á Birki Bjarnasyni hér. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. Birmingham Mail segir að búist sé við því að Birkir Bjarnason gangi frá samningi við Aston Villa fyrir lok vikunnar. Blaðið ákvað því að nota tækifærið og segja stuðningsmönnum Villa og lesendum sínum frá því hverju þeir geta búist við af þessum 28 ára gamla miðjumanni. ´ Birmingham Mail setti saman fróðlega og hnitmiðaða kynningu á íslenska miðjumanninum þar sem farið er yfir styrkleika og veikleika hans inn á vellinum, sagt frá ferli hans hingað til, hversu vinsæll hann er á Íslandi og hvernig persónuleika hann hefur að geyma. Styrkleiki Birkis er vinnusemin en honum er lýst sem fjölhæfum miðjumanni, með góða tækni og fínan fótboltaheila sem hafi auga fyrir markaskorun. Meðal gallanna eru nefnd skortur á áræðni í varnarleiknum og slök skallatækni þó að Birkir hafi nú skorað annað marka sinna á EM 2016 með skalla. Birkir er réttilega sagður vera mjög vinsæll á Íslandi þar sem er talað um hann sé leikmann sem hættir aldrei að hlaupa auk þess sem útilitið spillir ekki fyrir. Þar er líka talað að hann sé kallaður “Þór“ vegna ljósu lokanna og skeggbroddanna. Birkir er sagður mjög rólegur, næstum því feiminn, en að allir kunni vel við hann. Hann er sagður svara íslenskum blaðamönnum hreinskilningslega án þess að tala í fyrirsögnum. Knattspyrnuspekingar telja að það ætti að henta Birki vel að spila í enska boltanum en nefna líka mikla reynslu hans frá því að spila bæði í ítölsku A-deildinni, í Meistaradeildinni og svo með Íslandi í úrslitakeppni EM. Í greininni kemur líka fram að Birkir afrekaði eitt á EM í Frakklandi sem enginn annar gerði. Hann skoraði á móti bæði Portúgal og Frakklandi en þetta voru einmitt liðin sem mættust í úrslitaleiknum á Evrópumótinu síðasta sumar. Farið er yfir hver sé besta staða Birkis sé á vellinum og nefndar nokkrar staðreyndir honum tengdum eins og að faðir hans hafi verið öflugur markaskorari í efstu deild á Íslandi, Roy Hodgson hafi gefið honum fyrsta tækifærið með Viking í Noregi og að hann hafi hafnað því að spila fyrir norska sautján ára landsliðið þegar honum var boðið það á sínum tíma. Það er hægt að lesa alla kynningu Birmingham Mail á Birki Bjarnasyni hér.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira