Messan: Rooney er ekkert sérstaklega elskaður á Old Trafford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2017 23:30 Sem kunnugt er sló Wayne Rooney markamet Sir Bobbys Charlton hjá Manchester United um helgina. Rooney tryggði United stig þegar hann jafnaði metin í 1-1 í uppbótartíma gegn Stoke City. Þetta var 250. mark hans fyrir félagið. Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna með United og vera orðinn markahæstur í sögu félagsins er arfleið Rooneys nokkuð flókin. „Hann er ótrúlegur stríðsmaður. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni. Hann er búinn að bæta markametið hjá Englandi og hjá United. Maður fellur stundum sjálfur í þá gryfju að finnast hann ekki nógu góður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Messunni á mánudagskvöldið. „Hann missir boltann auðveldlega frá sér og það er ekki sami kraftur í honum og var. Hann verður aldrei aftur byrjunarliðsmaður hjá United en hann getur sinnt ákveðnu hlutverki,“ bætti Arnar við. Hjörvar Hafliðason segir að Rooney sé ekki sá vinsælasti á Old Trafford, þrátt fyrir allt sem hann hefur afrekað með United. „Hann er ekkert sérstaklega elskaður á Old Trafford. Hann kemur frá Liverpool sem vinnur ekki með honum. Hann bað svo um að verða seldur 2010 og hefur verið í bölvuðu veseni á Old Trafford síðan þá, sérstaklega meðal harðkjarna stuðningsmanna félagsins,“ sagði Hjörvar. Að hans mati hefði David Moyes átt að nýta tækifærið þegar hann tók við United sumarið 2013 og láta Rooney fara. „Það var veikur stjóri hjá United þegar tækifærið var til að láta hann fara. En Moyes gerði nýjan samning við hann og gerði hann að launahæsta leikmanninum í enskum fótbolta,“ sagði Hjörvar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Wayne Rooney tryggði Manchester United jafntefli í Stoke og markametið féll | Sjáðu mörkin Manchester United og Stoke skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í Stoke. 21. janúar 2017 16:45 Rooney: Mikill heiður að vera markahæstur Wayne Rooney skoraði sitt 250. mark fyrir Manchester United í dag og er nú einn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. 21. janúar 2017 20:00 Markametið féll í Stoke Wayne Rooney kom Manchester United til bjargar þegar liðið sótti Stoke City heim á laugardaginn. 23. janúar 2017 07:00 Rooney er markahæstur í sögu United en munið þið þegar hann vildi fara? Wayne Rooney bað um að vera seldur frá Manchester United árið 2010 en snerist hugur og er nú orðinn goðsögn í lifanda lífi. 23. janúar 2017 22:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Sem kunnugt er sló Wayne Rooney markamet Sir Bobbys Charlton hjá Manchester United um helgina. Rooney tryggði United stig þegar hann jafnaði metin í 1-1 í uppbótartíma gegn Stoke City. Þetta var 250. mark hans fyrir félagið. Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna með United og vera orðinn markahæstur í sögu félagsins er arfleið Rooneys nokkuð flókin. „Hann er ótrúlegur stríðsmaður. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni. Hann er búinn að bæta markametið hjá Englandi og hjá United. Maður fellur stundum sjálfur í þá gryfju að finnast hann ekki nógu góður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Messunni á mánudagskvöldið. „Hann missir boltann auðveldlega frá sér og það er ekki sami kraftur í honum og var. Hann verður aldrei aftur byrjunarliðsmaður hjá United en hann getur sinnt ákveðnu hlutverki,“ bætti Arnar við. Hjörvar Hafliðason segir að Rooney sé ekki sá vinsælasti á Old Trafford, þrátt fyrir allt sem hann hefur afrekað með United. „Hann er ekkert sérstaklega elskaður á Old Trafford. Hann kemur frá Liverpool sem vinnur ekki með honum. Hann bað svo um að verða seldur 2010 og hefur verið í bölvuðu veseni á Old Trafford síðan þá, sérstaklega meðal harðkjarna stuðningsmanna félagsins,“ sagði Hjörvar. Að hans mati hefði David Moyes átt að nýta tækifærið þegar hann tók við United sumarið 2013 og láta Rooney fara. „Það var veikur stjóri hjá United þegar tækifærið var til að láta hann fara. En Moyes gerði nýjan samning við hann og gerði hann að launahæsta leikmanninum í enskum fótbolta,“ sagði Hjörvar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wayne Rooney tryggði Manchester United jafntefli í Stoke og markametið féll | Sjáðu mörkin Manchester United og Stoke skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í Stoke. 21. janúar 2017 16:45 Rooney: Mikill heiður að vera markahæstur Wayne Rooney skoraði sitt 250. mark fyrir Manchester United í dag og er nú einn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. 21. janúar 2017 20:00 Markametið féll í Stoke Wayne Rooney kom Manchester United til bjargar þegar liðið sótti Stoke City heim á laugardaginn. 23. janúar 2017 07:00 Rooney er markahæstur í sögu United en munið þið þegar hann vildi fara? Wayne Rooney bað um að vera seldur frá Manchester United árið 2010 en snerist hugur og er nú orðinn goðsögn í lifanda lífi. 23. janúar 2017 22:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Wayne Rooney tryggði Manchester United jafntefli í Stoke og markametið féll | Sjáðu mörkin Manchester United og Stoke skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í Stoke. 21. janúar 2017 16:45
Rooney: Mikill heiður að vera markahæstur Wayne Rooney skoraði sitt 250. mark fyrir Manchester United í dag og er nú einn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. 21. janúar 2017 20:00
Markametið féll í Stoke Wayne Rooney kom Manchester United til bjargar þegar liðið sótti Stoke City heim á laugardaginn. 23. janúar 2017 07:00
Rooney er markahæstur í sögu United en munið þið þegar hann vildi fara? Wayne Rooney bað um að vera seldur frá Manchester United árið 2010 en snerist hugur og er nú orðinn goðsögn í lifanda lífi. 23. janúar 2017 22:30