Fótbolti

Maradona varð fyrir vonbrigðum með Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, og Maradona á athöfninni í gær.
Gianni Infantino, forseti FIFA, og Maradona á athöfninni í gær. Vísir/Getty
Diego Maradona var ekki ánægður með landa sinn, Argentínumanninn Lionel Messi sem var eins og aðrir leikmenn Barcelona ekki viðstaddur verðlaunaathöfn FIFA í Zürich í gærkvöldi.

Sjá einnig: Ronaldo og Lloyd best | Tólfan vann ekki

Lionel Messi var tilnefndur sem besti leikmaður heims ásamt Antoine Griezmann og Cristiano Ronaldo en sá síðastnefndi hreppti hnossið.

Luis Suarez, Neymar og Gerard Pique voru allir boðaðir á hófið en Barcelona tillkynnti í gær að enginn leikmaður liðsins myndi koma til Zürich þar sem að liðið ætti mikilvægan leik gegn Athletic Bilbao í spænska bikarnum á miðvikudag.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með Messi. Maður vinnur engar baráttur fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér. Hér fer baráttan fram,“ sagði Maradona í gærkvöldi en hann var mættur á hófið.

„Ég veit ekki af hverju Barcelona kom ekki á svo mikilvægan viðburð. Þeir hafa sína forgangsröðun og það var í forgangi hjá þeim að Leo myndi ekki koma. Ég held að þeir myndu ná að berjast meira hér en í Barcelona.“


Tengdar fréttir

Ronaldo og Lloyd best | Tólfan vann ekki

Cristiano Ronaldo og Carli Lloyd voru valin knattspyrnumaður og -kona ársins af FIFA. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Zürich í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×