Fótbolti

Ronaldo og Lloyd best | Tólfan vann ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Carli Lloyd, bestu leikmenn heims 2016.
Cristiano Ronaldo og Carli Lloyd, bestu leikmenn heims 2016. vísir/getty
Cristiano Ronaldo og Carli Lloyd voru valin knattspyrnumaður og -kona ársins af FIFA. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Zürich í dag.

Tólfan, stuðningsmenn íslenska landsliðsins, voru tilnefndir sem stuðningsmenn ársins en lutu í lægra haldi fyrir stuðningsmönnum Liverpool og Borussia Dortmund. Almenningur sá um valið á stuðningsmönnum ársins.

Tólfan fékk 31,37% atkvæða í kjörinu en stuðningsmenn Liverpool og Dortmund 45,92%. Stuðningsmenn ADO Den Haag fengu 22,71% atkvæða.

Claudio Ranieri, þjálfari Englandsmeistara Leicester City, var valinn þjálfari ársins í karlaflokki. Hann tók við verðlaunum úr hendi Diegos Maradona. Silvia Neid, fyrrverandi þjálfari Þýskalands, var valin þjálfari ársins í kvennaflokki en hún gerði Þjóðverja að Ólympíumeisturum í fyrra.

Malasíumaðurinn Mohd Faiz Subri fékk Puskás verðlaunin fyrir mark ársins. Markið má sjá með því að smella hér.

Kólumbíska félagið Atlético Nacional fékk Háttvísiverðlaun FIFA. Félagið lagði það til að Chapecoence yrði útnefnt sigurvegari Copa Sudamericana en nær allir liðsmenn brasilíska liðsins létust í skelfilegu flugslysi 28. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×