Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 19:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Vilji Bandaríkin bjóða sýrlenskum Kúrdum að samningaborðinu í Sýrlandi, er alveg eins hægt að bjóða Íslamska ríkinu. Þetta er viðhorf yfirvalda í Tyrklandi varðandi friðarviðræðurnar sem fara fram í Kasakstan þann 23. janúar næstkomandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í vikunni að Kúrdar yrðu á „einhverjum tímapunkti“ að koma að viðræðunum. Tyrkir urðu æfir yfir ummælunum. „Ef þú ætlar að bjóða hryðjuverkasamtökum að borðinu má alveg eins bjóða Al Nusra og Daesh,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrkja í dag. Þar vísar hann til samtaka sem kallast nú Jabat Fateh al-Sham og hétu áður Nusra Front og tengjast al-Qaeda annars vegar og Íslamska ríkisins hins vegar.Cavusoglu heimtaði að Bandaríkin myndu hætta að starfa með „hryðjuverkasamtökum“. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið mjög afkastamiklir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, lagt undir sig stóran hluta landsins í norðri. Þeir sækja nú gegn borginni Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en Tyrkir gerðu innrás í Sýrlandi í fyrra, til að stöðva sókn Kúrda til vesturs. Þeir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið sem olía á eld uppreisnar Kúrda í Tyrklandi, sem staðið hefur yfir í áratugi. Tyrkir hafa ítrekað lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna samstarfs Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Fyrr í vikunni birtist yfirlýsing frá Kúrdum í Sýrlandi og bandamönnum þeirra, sem sögðust ekki tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi á nokkurn hátt. Yfirlýsingunni var tíst af U.S. Central Command. Tyrkir brugðust reiðir við og spurðu hvort að stjórnvöld í Washington hefðu „tapað vitinu“.SDF confirms that it has no affiliation or ties to PKK pic.twitter.com/mvENTcBpoQ— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 11, 2017 Mið-Austurlönd Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Vilji Bandaríkin bjóða sýrlenskum Kúrdum að samningaborðinu í Sýrlandi, er alveg eins hægt að bjóða Íslamska ríkinu. Þetta er viðhorf yfirvalda í Tyrklandi varðandi friðarviðræðurnar sem fara fram í Kasakstan þann 23. janúar næstkomandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í vikunni að Kúrdar yrðu á „einhverjum tímapunkti“ að koma að viðræðunum. Tyrkir urðu æfir yfir ummælunum. „Ef þú ætlar að bjóða hryðjuverkasamtökum að borðinu má alveg eins bjóða Al Nusra og Daesh,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrkja í dag. Þar vísar hann til samtaka sem kallast nú Jabat Fateh al-Sham og hétu áður Nusra Front og tengjast al-Qaeda annars vegar og Íslamska ríkisins hins vegar.Cavusoglu heimtaði að Bandaríkin myndu hætta að starfa með „hryðjuverkasamtökum“. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið mjög afkastamiklir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, lagt undir sig stóran hluta landsins í norðri. Þeir sækja nú gegn borginni Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en Tyrkir gerðu innrás í Sýrlandi í fyrra, til að stöðva sókn Kúrda til vesturs. Þeir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið sem olía á eld uppreisnar Kúrda í Tyrklandi, sem staðið hefur yfir í áratugi. Tyrkir hafa ítrekað lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna samstarfs Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Fyrr í vikunni birtist yfirlýsing frá Kúrdum í Sýrlandi og bandamönnum þeirra, sem sögðust ekki tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi á nokkurn hátt. Yfirlýsingunni var tíst af U.S. Central Command. Tyrkir brugðust reiðir við og spurðu hvort að stjórnvöld í Washington hefðu „tapað vitinu“.SDF confirms that it has no affiliation or ties to PKK pic.twitter.com/mvENTcBpoQ— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 11, 2017
Mið-Austurlönd Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira