70 þúsund fuglar drepnir vegna „kraftaverksins“ á Hudson ánni Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 23:49 Flugmaðurinn „Sully“ neyddist til að lenda farþegaflugvél á Hudson ánni og var öllum þeim 155 sem voru um borð bjargað úr henni. Vísir/AFP Frá því að gæsahópur lenti í hreyflum flugvélar Chesley Sullenberger í New Yorku hefur tugum þúsunda þeirra verið slátrað svo að sagan endurtaki sig ekki. Flugmaðurinn „Sully“ neyddist til að lenda farþegaflugvél á Hudson ánni og var öllum þeim 155 sem voru um borð bjargað úr henni. Minnst 70 þúsund mávar, gæsir og aðrir fuglar hafa verið drepnir í kringum þrjá flugvelli New York frá árinu 2009. Flestir hafa verið skotnir eða fangaðir. Þó hefur atvikum þar sem fuglar lenda á flugvélum fjölgað en ekki fækkað. Gögn sem AP fréttaveitan skoðaði fyrir LaGuardia og Newark sína að fyrst um sinn fjölgaði slysum sem tengdist fuglum eftir að Sully lenti flugvélinni á Hudson ánni. Mögulega tengist það þó því að slík atvik voru tilkynnt af meiri nákvæmni en áður. Svipaða sögu er að segja af Kennedy flugvelli þar sem atvikum hefur einnig fjölgað. Þá hefur komið í ljós að embættismenn vopnaðir haglabyssum hafa einnig verið duglegir við að skjóta smáfugla við flugvellina þrjár. Smáfugla sem eru ekki þekktir fyrir að valda skemmdum á flugvélum. Dýraverndunarsinnar segja hins vegar að finna þurfi nýja leið til að vernda flugvélar, sem feli ekki í sér slátrun á villtum fuglum. Mörgum leiðum er þó beitt til að draga úr því að fuglar komi sér fyrir við flugvellina. Til dæmis eru ljós og lasergeislar notaðir til að fæla fugla. Þá hefur nærumhverfi flugvallanna verið breytt og sérstökum skordýrum verið komið fyrir til að draga úr líkum á því að stórir fuglar búi til hreiður á svæðinu. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Frá því að gæsahópur lenti í hreyflum flugvélar Chesley Sullenberger í New Yorku hefur tugum þúsunda þeirra verið slátrað svo að sagan endurtaki sig ekki. Flugmaðurinn „Sully“ neyddist til að lenda farþegaflugvél á Hudson ánni og var öllum þeim 155 sem voru um borð bjargað úr henni. Minnst 70 þúsund mávar, gæsir og aðrir fuglar hafa verið drepnir í kringum þrjá flugvelli New York frá árinu 2009. Flestir hafa verið skotnir eða fangaðir. Þó hefur atvikum þar sem fuglar lenda á flugvélum fjölgað en ekki fækkað. Gögn sem AP fréttaveitan skoðaði fyrir LaGuardia og Newark sína að fyrst um sinn fjölgaði slysum sem tengdist fuglum eftir að Sully lenti flugvélinni á Hudson ánni. Mögulega tengist það þó því að slík atvik voru tilkynnt af meiri nákvæmni en áður. Svipaða sögu er að segja af Kennedy flugvelli þar sem atvikum hefur einnig fjölgað. Þá hefur komið í ljós að embættismenn vopnaðir haglabyssum hafa einnig verið duglegir við að skjóta smáfugla við flugvellina þrjár. Smáfugla sem eru ekki þekktir fyrir að valda skemmdum á flugvélum. Dýraverndunarsinnar segja hins vegar að finna þurfi nýja leið til að vernda flugvélar, sem feli ekki í sér slátrun á villtum fuglum. Mörgum leiðum er þó beitt til að draga úr því að fuglar komi sér fyrir við flugvellina. Til dæmis eru ljós og lasergeislar notaðir til að fæla fugla. Þá hefur nærumhverfi flugvallanna verið breytt og sérstökum skordýrum verið komið fyrir til að draga úr líkum á því að stórir fuglar búi til hreiður á svæðinu.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira