Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 10:00 Aðalmeðferð málsins hefur verið frestað þar til úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir. vísir/eyþór Farið var fram á að einn þriggja dómara í umfangsmiklu skattsvikamáli víki sæti í málinu við aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Taldi verjandi eins sakborningsins að dómarinn hefði brotið gegn lögum með því að heimila lögreglustjóra að hlusta á og hljóðrita síma skjólstæðings síns. Aðalmeðferðinni var frestað af þeim sökum. Maðurinn sem um ræðir gegnir lykilhlutverki í málinu en hann var starfsmaður ríkisskattstjóra þegar meint brot áttu sér stað. Alls eru átta einstaklingar grunaðir um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, sagði að á grundvelli úrskurðar dómarans, um að heimila símhlustun, hafi mögulega fengist gögn sem gætu ráðið úrslitum í málinu. Dómari hafi gerst uppvís af mannréttindabrotum með því að taka sæti í dómnum. Dómurinn hafnaði kröfu Björgvins. Björgvin ákvað hins vegar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var aðalmeðferð málsins þar af leiðandi frestað um tíma. Verjendur annarra sakborninga voru afar ósáttir við kröfu Björgvins enda eru tæp sex ár frá því að rannsókn á málinu hófst, og ekki er gert ráð fyrir að aðalmeðferðinni verði framhaldið fyrr en í mars eða apríl.Settu á fót sýndarfyrirtæki Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Rannsókn lögreglu var viðamikil enda teygði málið anga sína til Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem einn höfuðpauranna, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Tengdar fréttir Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Farið var fram á að einn þriggja dómara í umfangsmiklu skattsvikamáli víki sæti í málinu við aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Taldi verjandi eins sakborningsins að dómarinn hefði brotið gegn lögum með því að heimila lögreglustjóra að hlusta á og hljóðrita síma skjólstæðings síns. Aðalmeðferðinni var frestað af þeim sökum. Maðurinn sem um ræðir gegnir lykilhlutverki í málinu en hann var starfsmaður ríkisskattstjóra þegar meint brot áttu sér stað. Alls eru átta einstaklingar grunaðir um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, sagði að á grundvelli úrskurðar dómarans, um að heimila símhlustun, hafi mögulega fengist gögn sem gætu ráðið úrslitum í málinu. Dómari hafi gerst uppvís af mannréttindabrotum með því að taka sæti í dómnum. Dómurinn hafnaði kröfu Björgvins. Björgvin ákvað hins vegar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og var aðalmeðferð málsins þar af leiðandi frestað um tíma. Verjendur annarra sakborninga voru afar ósáttir við kröfu Björgvins enda eru tæp sex ár frá því að rannsókn á málinu hófst, og ekki er gert ráð fyrir að aðalmeðferðinni verði framhaldið fyrr en í mars eða apríl.Settu á fót sýndarfyrirtæki Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Rannsókn lögreglu var viðamikil enda teygði málið anga sína til Venesúela í Suður-Ameríku, þar sem einn höfuðpauranna, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.
Tengdar fréttir Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. október 2016 15:46
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30
Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30