Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2016 15:30 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sjö sakborninganna neituðu sök í morgun en sá áttundi gekkst við brotunum sem honum er gefið að sök í ákæru. Vísir Karlmaður um fertugt sem sætir ákæru ríkissaksóknara fyrir peningaþvætti í umfangsmiklu virðisaukaskattsmáli gengst við því sem honum er gefið að sök í ákærunni. Maðurinn er einn sjö, fimm karla og tveggja kvenna, sem ákærð eru fyrir aðild sína að því að svíkja hátt í 300 milljónir út úr ríkinu. Áttundi maðurinn er ákærður fyrir vörslu á ellefu kílóum af hassi sem fannst við rannsókn lögreglu. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til rannsóknar hjá yfirvöldum í á sjötta ár. Þingfesting var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sjö sakborninganna neituðu sök í morgun en sá áttundi gekkst við brotunum sem honum er gefið að sök í ákæru. Var hann fenginn, að beiðni Steingríms Þórs Ólafssonar, til þess að gerast prófkúruhafi að bankareikningi í Arion banka og annars vegar tekið á annað hundrað milljón krónur útaf reikningnum og hins vegar millfæra tæplega hundrað milljón krónur af sama reikningi. Þá gekkst hann við því að hafa farið að leiðbeiningum Steingríms Þórs og sótt tæplega tíu milljónir króna til konu sem einnig er ákærð í málinu og afhent öðrum manni sem ákærður er í málinu 17 milljónir króna. Verjendur þurfa að leggja fram greinargerðir sínar þann 30. júní en reikna má með því að aðalmeðferð verði í málinu í haust. Þóttust starfa í byggingariðnaði Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Þeir peningar hafa aldrei fundist. Steingrímur Þór Ólafsson hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Flúði til Venesúela Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður skipuleggjandi er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Risamál á íslenskan mælikvarða Einn áttmenninganna er ekki ákærður fyrir beina aðild að skattsvikamálinu heldur fyrir að hafa geymt ellefu kíló af hassi á heimili sínu og maka síns fyrir Steingrím Þór. Fíkniefnin fundust við húsleit lögreglu í tengslum við skattsvikamálið. Hann mun taka afstöðu til ákærunnar við fyrirtöku málsins í næstu viku. Steingrímur er ákærður fyrir fíkniefnabrot fyrir að hafa komið með hassið í tösku á umrætt heimili. Þá er konan sömuleiðis ákærð fyrir vörslu efnanna. Þau neituðu bæði sök við þingfestinguna í dag.Rannsókn lögreglu á málinu lauk árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Á þriðja ár tók að gefa út ákæru í málinu sem er mjög umfangsmikið og gögn málsins í takti við það.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma. Tengdar fréttir Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Karlmaður um fertugt sem sætir ákæru ríkissaksóknara fyrir peningaþvætti í umfangsmiklu virðisaukaskattsmáli gengst við því sem honum er gefið að sök í ákærunni. Maðurinn er einn sjö, fimm karla og tveggja kvenna, sem ákærð eru fyrir aðild sína að því að svíkja hátt í 300 milljónir út úr ríkinu. Áttundi maðurinn er ákærður fyrir vörslu á ellefu kílóum af hassi sem fannst við rannsókn lögreglu. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til rannsóknar hjá yfirvöldum í á sjötta ár. Þingfesting var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sjö sakborninganna neituðu sök í morgun en sá áttundi gekkst við brotunum sem honum er gefið að sök í ákæru. Var hann fenginn, að beiðni Steingríms Þórs Ólafssonar, til þess að gerast prófkúruhafi að bankareikningi í Arion banka og annars vegar tekið á annað hundrað milljón krónur útaf reikningnum og hins vegar millfæra tæplega hundrað milljón krónur af sama reikningi. Þá gekkst hann við því að hafa farið að leiðbeiningum Steingríms Þórs og sótt tæplega tíu milljónir króna til konu sem einnig er ákærð í málinu og afhent öðrum manni sem ákærður er í málinu 17 milljónir króna. Verjendur þurfa að leggja fram greinargerðir sínar þann 30. júní en reikna má með því að aðalmeðferð verði í málinu í haust. Þóttust starfa í byggingariðnaði Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Þeir peningar hafa aldrei fundist. Steingrímur Þór Ólafsson hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Flúði til Venesúela Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður skipuleggjandi er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Risamál á íslenskan mælikvarða Einn áttmenninganna er ekki ákærður fyrir beina aðild að skattsvikamálinu heldur fyrir að hafa geymt ellefu kíló af hassi á heimili sínu og maka síns fyrir Steingrím Þór. Fíkniefnin fundust við húsleit lögreglu í tengslum við skattsvikamálið. Hann mun taka afstöðu til ákærunnar við fyrirtöku málsins í næstu viku. Steingrímur er ákærður fyrir fíkniefnabrot fyrir að hafa komið með hassið í tösku á umrætt heimili. Þá er konan sömuleiðis ákærð fyrir vörslu efnanna. Þau neituðu bæði sök við þingfestinguna í dag.Rannsókn lögreglu á málinu lauk árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Á þriðja ár tók að gefa út ákæru í málinu sem er mjög umfangsmikið og gögn málsins í takti við það.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.
Tengdar fréttir Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00
Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30