Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2016 15:46 Einungis eitt áttmenninganna gegnst við brotunum. vísir Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Alls eru átta ákærð í málinu en þau eru grunuð um að hafa tekið þátt í að svíkja allt að 300 milljónir af hinu opinbera. Annars vegar var lögð fram frávísunarkrafa Steingríms Þórs Ólafssonar, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í skipulagningu svikanna, á grundvelli óskýrleika ákæru. Hins vegar var farið fram á frávísun í máli manns sem ákærður er fyrir vörslu á ellefu kílóum af hassi sem fundust við rannsókn lögreglu, á grundvelli þess að ríkissaksóknari hafi sent manninum erindi þess efnis að rannsókn málsins væri lokið og að ekki yrði aðhafst frekar í máli hans. Sex karlmenn og tvær konur eru ákærð í málinu. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en hann er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. Einn áttmenninganna hefur gengist við brotunum. Samkvæmt ákæru var hann fenginn, að beiðni Steingríms Þórs, til þess að gerast prókúruhafi að bankareikningi í Arion banka og þannig tekið á annað hundrað milljónir út af reikningnum og millifært tæplega hundrað milljónir af sama reikningi. Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Þeir peningar hafa aldrei fundist. Tengdar fréttir Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Alls eru átta ákærð í málinu en þau eru grunuð um að hafa tekið þátt í að svíkja allt að 300 milljónir af hinu opinbera. Annars vegar var lögð fram frávísunarkrafa Steingríms Þórs Ólafssonar, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í skipulagningu svikanna, á grundvelli óskýrleika ákæru. Hins vegar var farið fram á frávísun í máli manns sem ákærður er fyrir vörslu á ellefu kílóum af hassi sem fundust við rannsókn lögreglu, á grundvelli þess að ríkissaksóknari hafi sent manninum erindi þess efnis að rannsókn málsins væri lokið og að ekki yrði aðhafst frekar í máli hans. Sex karlmenn og tvær konur eru ákærð í málinu. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en hann er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. Einn áttmenninganna hefur gengist við brotunum. Samkvæmt ákæru var hann fenginn, að beiðni Steingríms Þórs, til þess að gerast prókúruhafi að bankareikningi í Arion banka og þannig tekið á annað hundrað milljónir út af reikningnum og millifært tæplega hundrað milljónir af sama reikningi. Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Þeir peningar hafa aldrei fundist.
Tengdar fréttir Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07
Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30
Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30