Erlent

Leitinni að MH370 hætt

atli ísleifsson skrifar
Nokkur brot úr flugvél sem talin eru af MH370 hafa rekið á land á Reunion og Madagaskar og á strönd Mósambik á síðustu misserum.
Nokkur brot úr flugvél sem talin eru af MH370 hafa rekið á land á Reunion og Madagaskar og á strönd Mósambik á síðustu misserum. Vísir/AFP
Leit að braki farþegavélarinnar MH370 hefur nú formlega verið hætt eftir nærri þriggja ára árangurslausa leit.

Í sameiginlegri yfirlýsingu ástralskra, malasískra og kínverskra yfirvalda kemur fram að til þessa hafi engar nýjar upplýsingar komið fram sem sýni hvar vélina sé að finna. „Sökum þessa hefur neðansjávarleit eftir MH370 verið hætt,“ segir í yfirlýsingunni.

Vélin hvarf sporlaust þann 8. mars árið 2014 á leið sinni frá malasísku höfuðborginni Kuala Lumpur til kínversku höfuðborgarinnar Peking.

Þrátt fyrir að gríðarlega umfangsmikil leit hafi farið fram í Indlandshafi hefur vélin enn ekki fundist.

239 manns voru um borð í vélinni, þar af 153 Kínverjar.


Tengdar fréttir

Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur

Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×