Lýsingar á leikjum Man. Utd héldu lífi í manni sem var haldið föngnum og pyntaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2017 23:30 Shahbaz Taseer mynd/bbc Pakistananum Shahbaz Taseer var haldið föngnum af byssumönnum í ágúst árið 2011 í borginni Lahore í Pakistan. Hann var gripinn af þeim nokkrum mánuðum eftir að faðir hans var myrtur fyrir að mótmæla lögum Pakistan um guðlast. Taseer var pyntaður miskunnarlaust á meðan hann var í haldi en útvarp sem stillt var á þáttinn Sportsworld á BBC hélt í honum lífi, að eigin sögn. Hann gat hlustað á útvarpslýsingar leikja með uppáhaldsliðinu sínu, Manchester United, og þannig barðist hann í gegnum óhugnaðinn. „Útvarpið breytti öllu hjá mér. Það hélt mér heilum á geði. Ég hlakkaði til hvers laugardags og sunnudags þegar ég gat hlustað á Sportsworld,“ segir Taseer í viðtali við breska ríkisútvarpið en Sportsworld er gríðarlega vinsæll íþróttaþáttur sem er á dagskrá um helgar. Hlustun á hann í Afríku og austurlöndum fjær er mikil. „Vörðurinn minn og ég fengum heyrnatól til að hlusta á leikina. Ég man þegar Ashley Young skoraði mark í Manchester-slagnum og ég trylltist eins og hver annar stuðningsmaður. Munurinn var að ég og vörðurinn héldum fyrir munninn á hvor öðrum en það heyrðust læti í keðjunum. Ég var hlekkjaður á höndum og fótum en ég fagnaði samt.“ „Þarna vorum við tveir menn frá sitthvorum heiminum. Ég fangi og hann með mig í haldi en báðir elskum við sama liðið. Samt gátum við ekki fagnað almennilega saman út af stöðinni sem við vorum í. Við nutum samt leiksins meira en allir í heiminum,“ segir Taseer. Manchester United sendi Taseer áritaða treyju þegar það heyrði af raunum hans. „Það gaf mér frið bara að heyra lýsandann öskra að Rooney skoraði mark þrátt fyrir að United var að tapa 3-1 eða eitthvað. Það gaf mér frið að heyra nöfnin og þegar menn töluðu um möguleg kaup eða sölur. Ég heyrði meðal annars kveðjuræðu Sir Alex Ferguson. Ég var með tár í augunum því ég vildi ekki að hann myndi hætta,“ segir Shabaz Taseer.Allt viðtalið má heyra hér. Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Pakistananum Shahbaz Taseer var haldið föngnum af byssumönnum í ágúst árið 2011 í borginni Lahore í Pakistan. Hann var gripinn af þeim nokkrum mánuðum eftir að faðir hans var myrtur fyrir að mótmæla lögum Pakistan um guðlast. Taseer var pyntaður miskunnarlaust á meðan hann var í haldi en útvarp sem stillt var á þáttinn Sportsworld á BBC hélt í honum lífi, að eigin sögn. Hann gat hlustað á útvarpslýsingar leikja með uppáhaldsliðinu sínu, Manchester United, og þannig barðist hann í gegnum óhugnaðinn. „Útvarpið breytti öllu hjá mér. Það hélt mér heilum á geði. Ég hlakkaði til hvers laugardags og sunnudags þegar ég gat hlustað á Sportsworld,“ segir Taseer í viðtali við breska ríkisútvarpið en Sportsworld er gríðarlega vinsæll íþróttaþáttur sem er á dagskrá um helgar. Hlustun á hann í Afríku og austurlöndum fjær er mikil. „Vörðurinn minn og ég fengum heyrnatól til að hlusta á leikina. Ég man þegar Ashley Young skoraði mark í Manchester-slagnum og ég trylltist eins og hver annar stuðningsmaður. Munurinn var að ég og vörðurinn héldum fyrir munninn á hvor öðrum en það heyrðust læti í keðjunum. Ég var hlekkjaður á höndum og fótum en ég fagnaði samt.“ „Þarna vorum við tveir menn frá sitthvorum heiminum. Ég fangi og hann með mig í haldi en báðir elskum við sama liðið. Samt gátum við ekki fagnað almennilega saman út af stöðinni sem við vorum í. Við nutum samt leiksins meira en allir í heiminum,“ segir Taseer. Manchester United sendi Taseer áritaða treyju þegar það heyrði af raunum hans. „Það gaf mér frið bara að heyra lýsandann öskra að Rooney skoraði mark þrátt fyrir að United var að tapa 3-1 eða eitthvað. Það gaf mér frið að heyra nöfnin og þegar menn töluðu um möguleg kaup eða sölur. Ég heyrði meðal annars kveðjuræðu Sir Alex Ferguson. Ég var með tár í augunum því ég vildi ekki að hann myndi hætta,“ segir Shabaz Taseer.Allt viðtalið má heyra hér.
Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira