Óttar Magnús og Oliver á lista yfir bestu leikmenn í Norður-Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 13:00 Óttar Magnús Karlsson er fæddur 1997 en Oliver Sigurjónsson árið 1995. vísir/tom/stefán Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira