Óttar Magnús og Oliver á lista yfir bestu leikmenn í Norður-Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 13:00 Óttar Magnús Karlsson er fæddur 1997 en Oliver Sigurjónsson árið 1995. vísir/tom/stefán Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira