Mannskæðustu uppþotin í brasilísku fangelsi frá 1992 Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2017 13:19 Ættingjar fanga í Anísio Jobim fangelsinu í Manaus bíða fregna fyrir utan fangelsið í gær. Vísir/AFP Uppþotin sem áttu sér stað í brasilíska fangelsinu í Manaus í gær eru þau mannskæðustu í landinu frá árinu 1992. Alls fórust 56 manns í þessu fjölmennasta fangelsi í Amasón-ríki þar sem liðsmönnum tveggja gengja lenti saman. Uppþotin stóðu í um sautján klukkustundir þar sem mörgum hálshöggnum líkum fanga var varpað yfir veggi fangelsins. Á annað hundrað fanga tókst að flýja úr fangelsinu.Fangar sem flúði úr fangelsinu hafa birt myndir af sér á Facebook.facebookÓeirðirnar í Anísio Jobim fangelsinu í gær eru þau mannskæðustu frá blóðbaðinu í Carandiru fangelsinu í São Paulo árið 1992 þar sem 111 fangar lágu í valnum eftir aðgerðir lögreglu við að ná aftur tökum á ástandinu sem hafði skapast. Fjöldi alvarlega atvika hafa síðan komið upp í brasilískum fangelsum sem eru alræmd fyrir að vera yfirfull og þar sem fangar lifa við hörmulegar aðstæður. Í þeim hluta Anísio Jobim fangelsisins þar sem uppþotin áttu sér stað sátu 1.224 manns inni á deild sem ætluð er 454 föngum. Ljósmyndari AFP hefur lýst ástandinu sem fyrir augu bar – þar sem blóðug lík lágu sem hráviði á jörðinni á lóðinni og á kerrum.Fangar á flótta.facebookLögregla leitar nú fanga sem lögðu á flótta um fjölda ganga sem hafa nú fundist í fangelsinu, en 144 fanga er enn leitað. Talið er að liðsmenn glæpaklíkunnar FDN (Família do Norte), sem stofnuð var í Amasón, hafi með því að hálshöggva ákveðna fanga viljað senda skilaboð til annarrar glæpaklíku, PCC (Primeiro Comando da Capital), sem starfar aðallega í São Paulo. „Í viðræðunum sem ætlað var að binda enda á uppþotin, voru fangarnir varla með neinar kröfur. Við teljum að þeim hafi þegar tekist að gera það sem þeir ætluðu sér – að drepa liðsmenn hinnar klíkunnar,“ segir Sérgio Fontes, talsmaður yfirvalda í Amasón-ríki. Tengdar fréttir Sextíu látnir eftir óeirðir og gíslatöku í brasilísku fangelsi Óeirðirnar í fangelsinu í Manaus blossuðu upp síðdegis í gær. 2. janúar 2017 15:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Uppþotin sem áttu sér stað í brasilíska fangelsinu í Manaus í gær eru þau mannskæðustu í landinu frá árinu 1992. Alls fórust 56 manns í þessu fjölmennasta fangelsi í Amasón-ríki þar sem liðsmönnum tveggja gengja lenti saman. Uppþotin stóðu í um sautján klukkustundir þar sem mörgum hálshöggnum líkum fanga var varpað yfir veggi fangelsins. Á annað hundrað fanga tókst að flýja úr fangelsinu.Fangar sem flúði úr fangelsinu hafa birt myndir af sér á Facebook.facebookÓeirðirnar í Anísio Jobim fangelsinu í gær eru þau mannskæðustu frá blóðbaðinu í Carandiru fangelsinu í São Paulo árið 1992 þar sem 111 fangar lágu í valnum eftir aðgerðir lögreglu við að ná aftur tökum á ástandinu sem hafði skapast. Fjöldi alvarlega atvika hafa síðan komið upp í brasilískum fangelsum sem eru alræmd fyrir að vera yfirfull og þar sem fangar lifa við hörmulegar aðstæður. Í þeim hluta Anísio Jobim fangelsisins þar sem uppþotin áttu sér stað sátu 1.224 manns inni á deild sem ætluð er 454 föngum. Ljósmyndari AFP hefur lýst ástandinu sem fyrir augu bar – þar sem blóðug lík lágu sem hráviði á jörðinni á lóðinni og á kerrum.Fangar á flótta.facebookLögregla leitar nú fanga sem lögðu á flótta um fjölda ganga sem hafa nú fundist í fangelsinu, en 144 fanga er enn leitað. Talið er að liðsmenn glæpaklíkunnar FDN (Família do Norte), sem stofnuð var í Amasón, hafi með því að hálshöggva ákveðna fanga viljað senda skilaboð til annarrar glæpaklíku, PCC (Primeiro Comando da Capital), sem starfar aðallega í São Paulo. „Í viðræðunum sem ætlað var að binda enda á uppþotin, voru fangarnir varla með neinar kröfur. Við teljum að þeim hafi þegar tekist að gera það sem þeir ætluðu sér – að drepa liðsmenn hinnar klíkunnar,“ segir Sérgio Fontes, talsmaður yfirvalda í Amasón-ríki.
Tengdar fréttir Sextíu látnir eftir óeirðir og gíslatöku í brasilísku fangelsi Óeirðirnar í fangelsinu í Manaus blossuðu upp síðdegis í gær. 2. janúar 2017 15:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Sextíu látnir eftir óeirðir og gíslatöku í brasilísku fangelsi Óeirðirnar í fangelsinu í Manaus blossuðu upp síðdegis í gær. 2. janúar 2017 15:39