Erlent

Manson alvarlega veikur og fluttur úr fangelsinu

atli ísleifsson skrifar
Charles Manson.
Charles Manson. Vísir/AFP
Charles Manson, sem fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða leikkonuna Sharon Tate og sex aðra í ágúst 1969, er alvarlega veikur og hefur verið fluttur úr fangelsi í Kalíforníu þar sem hann hefur dvalið síðustu áratugi og á spítala.

Manson er orðinn 82 ára en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að morðunum sem fyrir mörgum mörkuðu endalok hippatímabilsins í Bandaríkjunum.

Manson var upphaflega dæmdur til dauða en dómnum var breytt eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að því að dauðarefsing væri andstæð stjórnarskránni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×