Enski boltinn

Rooney ósáttur við umfjöllun Daily Mail

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney fær tækifæri til að bæta markametið gegn Hull City á þriðjudaginn.
Rooney fær tækifæri til að bæta markametið gegn Hull City á þriðjudaginn. vísir/getty
Wayne Rooney furðar sig á umfjöllun Daily Mail um sig í dag.

Rooney jafnaði markamet Sir Bobbys Charlton hjá Manchester United í 4-0 sigri á Reading í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær.

Rooney er ósáttur með að Daily Mail skyldi hafa beint athyglinni að atviki eftir leikinn þegar George Evans, leikmaður Reading, virtist afþakka treyju enska landsliðsmannsins.

Sú var þó ekki raunin og Evans fékk treyju Rooneys í göngunum á Old Trafford eftir leikinn. Evans greindi frá þessu á Twitter og óskaði Rooney í leiðinni til hamingju með markametið.

Rooney og Charlton hafa báðir skorað 249 mörk fyrir United. Markamet þess síðarnefnda hafði staðið óhaggað frá 1973.


Tengdar fréttir

Tölurnar á bak við markamet Rooneys

Sem kunnugt er jafnaði Wayne Rooney markamet Sir Bobbys Charlton hjá Manchester United þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í 4-0 sigri á Reading í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×