Hafa ár til að ljúka erfiðasta hjallanum í skilnaði Breta við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 18:45 Bretar náðu samkomulagi um skilnaðinn við Evrópusambandið í Brussel í morgun en eiga enn eftir að ná samkomulagi um framtíðar samskipti sín við sambandið, þar með aðgang um að sameiginlegum markaði þess. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir samningsaðila nú hafa innan við ár til að ljúka við erfiðustu samningana vegna úrsagnar Breta. Thersa May forsætisráðherra Bretlands hefur átt á brattan að sækja heimafyrir vegna þess hve hægt hefur gengið að ná samkomulagi við Evrópusambandið um skilnaðinn við sambandið, það er að segja greiðslur Breta til þess að lokinni úrsögn, réttindi íbúa hinna 27 Evrópusambandsríkjanna í Bretlandi og landamæri Norður Írlands og Írlands. Henni hefur því vafalaust verið létt þegar samkomulag náðist um þessi mál snemma í morgun. Jean-Claude Junker forseti framkvæmdastjórnarinnar sagði samkomulagið í dag byggja á málamiðlunum. „Theresa May forsætisráðherra hefur fullvissað mig um að samkomulagið njóti stuðnings bresku stjórnarinnar. Á þeim grundvelli tel ég að við höfum náð þeim áfanga sem þörf var á. Niðurstaðan í dag er að sjálfsögðu málamiðlun,“ sagði Junker á fundi hans og May með fréttamönnum í Brussel,“ sagði Junker. Nú liggur fyrir hvað Bretar þurfa að greiða Evrópusambandinu að skilnaði vegna kostnaðar við ákvarðanir sem teknar hafa verið í sambandstíð Breta. May segir að um þremur milljónum íbúa evrópulanda í Bretlandi verði tryggðar full réttindi sem og um milljón Bretum sem búa innan Evrópusambandsins. „Ég er full fagna þeim möguleika að sem felst í næsta áfanga viðræðnanna. Þegar við förum að semja um viðskipti og öryggismál. Það jákvæða og metnaðarfulla samband sem við munum eiga í framtíðinni sem er okkur öllum til hagsbóta,“ sagði May.Staða May á breska þinginu veikStaða breska forsætisráðherrans er veik með klofinn Íhaldsflokk í evrópumálum í minnihluta á þingi sem nýtur stuðnings írska Sambandsflokksins. En eitt af því sem tryggja þurfti áður en lengra er haldið í úrsagnarviðræðunum var að landamærin milli Norður Írlands og Írlands verði áfram opin eftir úrsögnina, því Írland er aðildarríki að Evrópusambandinu. Donald Tusk forseti leiðtogaráðs ESB segir Breta verða að viðurkenna bæði gildandi lög og lög sambandsins sem sett yrðu á aðlögunartíma úrsagnarinnar, fjárhagslegar skuldbindingar og dóma. Þá verði allar ákvarðanir á úrsagnartímanum teknar af aðildarríkjunum 27 án aðkomu Breta. „Við erum reiðubúin til að hefja undirbúning að sambandi Breta og Evrópusambandsins varðandi viðskipti. En einnig varðandi baráttuna gegn hryðjuverkum og alþjóðlegum glæpum, sem og í öryggis- og varnarmálum og utanríkisstefnu,“ sagði Tusk eftir fund með May í morgun. Forseti leiðtogaráðsins sagði samninga hins vegar langt í frá í höfn. Átján mánuðir hefðu farið í þennan léttasta hluta úrsagnarviðræðnanna. Nú hefðu samningsaðilar tæpt ár til að ljúka erfiðasta hlutanum um framtíðar samskipti Brelands og Evrópusambandsins. „Verum minnug þess að erfiðasti hjallinn er framundan. Við vitum öll að skilnaður er erfiður. En að skilja og byggja eftir það upp nýtt samband er miklu erfiðara,“ sagði Donal Tusk. Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Bretar náðu samkomulagi um skilnaðinn við Evrópusambandið í Brussel í morgun en eiga enn eftir að ná samkomulagi um framtíðar samskipti sín við sambandið, þar með aðgang um að sameiginlegum markaði þess. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir samningsaðila nú hafa innan við ár til að ljúka við erfiðustu samningana vegna úrsagnar Breta. Thersa May forsætisráðherra Bretlands hefur átt á brattan að sækja heimafyrir vegna þess hve hægt hefur gengið að ná samkomulagi við Evrópusambandið um skilnaðinn við sambandið, það er að segja greiðslur Breta til þess að lokinni úrsögn, réttindi íbúa hinna 27 Evrópusambandsríkjanna í Bretlandi og landamæri Norður Írlands og Írlands. Henni hefur því vafalaust verið létt þegar samkomulag náðist um þessi mál snemma í morgun. Jean-Claude Junker forseti framkvæmdastjórnarinnar sagði samkomulagið í dag byggja á málamiðlunum. „Theresa May forsætisráðherra hefur fullvissað mig um að samkomulagið njóti stuðnings bresku stjórnarinnar. Á þeim grundvelli tel ég að við höfum náð þeim áfanga sem þörf var á. Niðurstaðan í dag er að sjálfsögðu málamiðlun,“ sagði Junker á fundi hans og May með fréttamönnum í Brussel,“ sagði Junker. Nú liggur fyrir hvað Bretar þurfa að greiða Evrópusambandinu að skilnaði vegna kostnaðar við ákvarðanir sem teknar hafa verið í sambandstíð Breta. May segir að um þremur milljónum íbúa evrópulanda í Bretlandi verði tryggðar full réttindi sem og um milljón Bretum sem búa innan Evrópusambandsins. „Ég er full fagna þeim möguleika að sem felst í næsta áfanga viðræðnanna. Þegar við förum að semja um viðskipti og öryggismál. Það jákvæða og metnaðarfulla samband sem við munum eiga í framtíðinni sem er okkur öllum til hagsbóta,“ sagði May.Staða May á breska þinginu veikStaða breska forsætisráðherrans er veik með klofinn Íhaldsflokk í evrópumálum í minnihluta á þingi sem nýtur stuðnings írska Sambandsflokksins. En eitt af því sem tryggja þurfti áður en lengra er haldið í úrsagnarviðræðunum var að landamærin milli Norður Írlands og Írlands verði áfram opin eftir úrsögnina, því Írland er aðildarríki að Evrópusambandinu. Donald Tusk forseti leiðtogaráðs ESB segir Breta verða að viðurkenna bæði gildandi lög og lög sambandsins sem sett yrðu á aðlögunartíma úrsagnarinnar, fjárhagslegar skuldbindingar og dóma. Þá verði allar ákvarðanir á úrsagnartímanum teknar af aðildarríkjunum 27 án aðkomu Breta. „Við erum reiðubúin til að hefja undirbúning að sambandi Breta og Evrópusambandsins varðandi viðskipti. En einnig varðandi baráttuna gegn hryðjuverkum og alþjóðlegum glæpum, sem og í öryggis- og varnarmálum og utanríkisstefnu,“ sagði Tusk eftir fund með May í morgun. Forseti leiðtogaráðsins sagði samninga hins vegar langt í frá í höfn. Átján mánuðir hefðu farið í þennan léttasta hluta úrsagnarviðræðnanna. Nú hefðu samningsaðilar tæpt ár til að ljúka erfiðasta hlutanum um framtíðar samskipti Brelands og Evrópusambandsins. „Verum minnug þess að erfiðasti hjallinn er framundan. Við vitum öll að skilnaður er erfiður. En að skilja og byggja eftir það upp nýtt samband er miklu erfiðara,“ sagði Donal Tusk.
Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00