Tilkynning NASA í beinni: Hvað er að frétta úr stjörnuþokunni? Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 16:30 Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. NASA Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira