Vonarstjarna Black Lives Matter-hreyfingarinnar er látin Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2017 23:44 Erica Garner var 27 ára þegar hún lést. Vísir/afp Erica Garner, dóttir manns hvers andlát varð ein kveikjan að Black Lives Matter-hreyfingunni í Bandaríkjunum, lést í dag 27 ára að aldri. Garner þjáðist af astma, eins og faðir hennar, en astmakast er talið hafa hrint af stað hjartaáfalli sem varð henni að bana. Tilkynnt var um andlát Ericu á Twitter-reikningi hennar, sem er nú í umsjá fjölskyldumeðlima, en hún fékk hjartaáfall þann 23. desember síðastliðinn og hafði verið í dái síðan þá. Hún komst aldrei til meðvitundar.Erica the world loves you. I love you. I am glad you came into our lives. May you find the peace in the next life that you deserved while you were here. I will always love you my sister. love you— officialERICA GARNER (@es_snipes) December 30, 2017 Erica helgaði líf sitt baráttu fyrir réttindum þeldökkra Bandaríkjamanna í kjölfar andláts föður hennar, Erics Garner. Hann lést eftir að lögreglumaður tók hann kverkataki á götum New York-borgar árið 2014. „Það sem hún hefði viljað að við gerðum í minningu hennar er að halda áfram að berjast fyrir réttlæti, og að halda áfram að berjast fyrir fjölskyldur,“ sagði mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton um dauða Ericu. Sharpton gerðist sérlegur ráðgjafi fjölskyldu Erics í kjölfar dauða hans og minntist Ericu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að Erica hafi verið tveggja barna móðir. Hún eignaðist son í ágúst síðastliðnum og skírði hann í höfuðið á föður sínum, Eric.Eric Garner lést eftir að lögreglumaður tók hann kverkataki á götum New York. Verknaðurinn náðist á myndband.Vísir/Skjáskot„Ég get ekki andað“ Erica skipaði sér í framvarðarsveit Black Lives Matter-hreyfingarinnar (BLM) sem hefur tröllriðið Bandaríkjunum um nokkurt skeið. BLM er hreyfing pólitískra aðgerðasinna úr samfélagi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna sem berjast gegn ofbeldi og kerfisbundnum rasisma gegn svörtum þar í landi. Fjölmörg mótmæli hafa verið skipulögð á vegum hreyfingarinnar og þá hafa aðstandendur hennar notast við samfélagsmiðla og myllumerkið #BlackLivesMatter til að koma boðskap sínum á framfæri. Erica vakti sérstaklega athygli fyrir að klæðast bolum með áletruninni „Ég get ekki andað [e. I can‘t breathe] við fjölmörg tilefni og vísaði þar í hinstu orð föður síns. Eric þrábað lögregluþjóninn, sem hélt hann hálstaki, um að sleppa sér áður en hann lést. „Ég get ekki andað,“ sagði hann ítrekað en Eric var astmaveikur. Verknaðurinn náðist á myndband og fór eins og eldur í sinu um internetið. Umræddur hvítur lögreglumaður var ekki ákærður fyrir manndráp og vakti afstaða saksóknara og lögreglu hörð viðbrögð. Mótmælt var í flestum stórborgum Bandaríkjanna vegna málsins en hér að neðan má sjá umfjöllun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar um andlát Erics. Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitík og poppkúltúr Upphaflega var Black Lives Matter kassamerki (e. hashtag) en hefur breyst í alþjóðlega hreyfingu. Margir frægir einstaklingar af öllum kynþáttum hafa tekið þátt og hefur hún verið áberandi á stærstu sviðum heimsins eins og Super Bowl og Grammy-verðlaununum. 29. september 2016 13:00 Þóttust vera dáin Svokölluð "die-in“ mótmæli. 6. desember 2014 19:28 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Íþróttastjörnur í Bandaríkjunum mótmæla harðræði lögreglunnar Leikmenn í NBA og NFL tóku þátt í mótmælunum sem hafa verið áberandi vestanhafs. 8. desember 2014 23:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Erica Garner, dóttir manns hvers andlát varð ein kveikjan að Black Lives Matter-hreyfingunni í Bandaríkjunum, lést í dag 27 ára að aldri. Garner þjáðist af astma, eins og faðir hennar, en astmakast er talið hafa hrint af stað hjartaáfalli sem varð henni að bana. Tilkynnt var um andlát Ericu á Twitter-reikningi hennar, sem er nú í umsjá fjölskyldumeðlima, en hún fékk hjartaáfall þann 23. desember síðastliðinn og hafði verið í dái síðan þá. Hún komst aldrei til meðvitundar.Erica the world loves you. I love you. I am glad you came into our lives. May you find the peace in the next life that you deserved while you were here. I will always love you my sister. love you— officialERICA GARNER (@es_snipes) December 30, 2017 Erica helgaði líf sitt baráttu fyrir réttindum þeldökkra Bandaríkjamanna í kjölfar andláts föður hennar, Erics Garner. Hann lést eftir að lögreglumaður tók hann kverkataki á götum New York-borgar árið 2014. „Það sem hún hefði viljað að við gerðum í minningu hennar er að halda áfram að berjast fyrir réttlæti, og að halda áfram að berjast fyrir fjölskyldur,“ sagði mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton um dauða Ericu. Sharpton gerðist sérlegur ráðgjafi fjölskyldu Erics í kjölfar dauða hans og minntist Ericu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að Erica hafi verið tveggja barna móðir. Hún eignaðist son í ágúst síðastliðnum og skírði hann í höfuðið á föður sínum, Eric.Eric Garner lést eftir að lögreglumaður tók hann kverkataki á götum New York. Verknaðurinn náðist á myndband.Vísir/Skjáskot„Ég get ekki andað“ Erica skipaði sér í framvarðarsveit Black Lives Matter-hreyfingarinnar (BLM) sem hefur tröllriðið Bandaríkjunum um nokkurt skeið. BLM er hreyfing pólitískra aðgerðasinna úr samfélagi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna sem berjast gegn ofbeldi og kerfisbundnum rasisma gegn svörtum þar í landi. Fjölmörg mótmæli hafa verið skipulögð á vegum hreyfingarinnar og þá hafa aðstandendur hennar notast við samfélagsmiðla og myllumerkið #BlackLivesMatter til að koma boðskap sínum á framfæri. Erica vakti sérstaklega athygli fyrir að klæðast bolum með áletruninni „Ég get ekki andað [e. I can‘t breathe] við fjölmörg tilefni og vísaði þar í hinstu orð föður síns. Eric þrábað lögregluþjóninn, sem hélt hann hálstaki, um að sleppa sér áður en hann lést. „Ég get ekki andað,“ sagði hann ítrekað en Eric var astmaveikur. Verknaðurinn náðist á myndband og fór eins og eldur í sinu um internetið. Umræddur hvítur lögreglumaður var ekki ákærður fyrir manndráp og vakti afstaða saksóknara og lögreglu hörð viðbrögð. Mótmælt var í flestum stórborgum Bandaríkjanna vegna málsins en hér að neðan má sjá umfjöllun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar um andlát Erics.
Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitík og poppkúltúr Upphaflega var Black Lives Matter kassamerki (e. hashtag) en hefur breyst í alþjóðlega hreyfingu. Margir frægir einstaklingar af öllum kynþáttum hafa tekið þátt og hefur hún verið áberandi á stærstu sviðum heimsins eins og Super Bowl og Grammy-verðlaununum. 29. september 2016 13:00 Þóttust vera dáin Svokölluð "die-in“ mótmæli. 6. desember 2014 19:28 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Íþróttastjörnur í Bandaríkjunum mótmæla harðræði lögreglunnar Leikmenn í NBA og NFL tóku þátt í mótmælunum sem hafa verið áberandi vestanhafs. 8. desember 2014 23:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Pólitík og poppkúltúr Upphaflega var Black Lives Matter kassamerki (e. hashtag) en hefur breyst í alþjóðlega hreyfingu. Margir frægir einstaklingar af öllum kynþáttum hafa tekið þátt og hefur hún verið áberandi á stærstu sviðum heimsins eins og Super Bowl og Grammy-verðlaununum. 29. september 2016 13:00
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33
Íþróttastjörnur í Bandaríkjunum mótmæla harðræði lögreglunnar Leikmenn í NBA og NFL tóku þátt í mótmælunum sem hafa verið áberandi vestanhafs. 8. desember 2014 23:30