Erlent

Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York

Ákvörðun kviðdómsins var mótmælt í New York í gær.
Ákvörðun kviðdómsins var mótmælt í New York í gær.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki.

Sú ákvörðun orsakaði götumótmæli í borginni og hafa mótmælendur áformað að fara í kröfugöngu til höfuðborgarinnar Washington í næstu viku.

Ákvörðun kviðdómsins sætir enn meiri gagnrýni í ljósi þess að kviðdómur í Ferguson í Missouri komst að sömu niðurstöðu á dögunum í máli lögreglumanns sem skaut ungling til bana í bænum og olli það miklum óeirðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.