Sport

Íþróttastjörnur í Bandaríkjunum mótmæla harðræði lögreglunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johnson Bademosi, til hægri, ræðir hér við leikstjórnandann Andrew Luck fyrir viðureign Indianapolis og Cleveland í NFL-deildinni um helgina.
Johnson Bademosi, til hægri, ræðir hér við leikstjórnandann Andrew Luck fyrir viðureign Indianapolis og Cleveland í NFL-deildinni um helgina. Vísir/AP
Fjölmargir Bandaríkjamenn hafa mótmælt á götum úti eftir að lögregluþjónn í New York kyrkti mann til bana á dögunum.

„Ég get ekki andað [e. I can't breathe],“ voru hinstu orð Eric Garner, þeldökks manns sem lést eftir að hafa verið tekinn kverkataki af lögreglumanni á götum New York-borgar. Garner var sex barna faðir.

Á miðvikudag komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að umræddur lögreglumaður yrði ekki ákærður fyrir manndráp. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var mótmælt í flestum stórborgum Bandaríkjanna.

Derrick Rose, leikmaður Chicago Bulls, klæddist treyju með áletruninni „I cant breathe“ í upphitun og fjölmargir leikmenn í NFL-deildinni gerðu slíkt hið sama um helgina.

„Mér fannst hún [treyjan] stórkostleg. Ég er að leita mér að einni fyrir sjálfan mig,“ sagði LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, um treyju Rose.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×