Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 22:48 Sendiráð Bandaríkjanna í Havana. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira