Góð byrjun tímabilsins hjá Juventus heldur áfram en ítölsku meistararnir unnu öruggan 3-0 sigur á Chievo á heimavelli í eina leik dagsins í ítalska boltanum sem lauk rétt í þessu.
Finnski miðjumaðurinn Perparim Hetemaj kom Juventus yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 17. mínútu og leiddu heimamenn 1-0 í hálfleik.
Argentínski markahrókurinn Gonzalo Higuain bætti við öðru marki Juventus á 59. mínútu en landi hans, Pablo Dybala, innsiglaði sigurinn á 83. mínútu með þriðja marki Juventus.
Juventus hefur því unnið alla þrjá leiki sína til þessa á tímabilinu og skorað í þeim tíu mörk en Inter, Napoli, AC Milan og Sampdoria geta öll jafnað Juventus að stigum á morgun.
Chievo engin fyrirstaða fyrir ítölsku meistarana
Kristinn Páll TEitsson skrifar

Mest lesið



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti
