Kristján Guðmunds: Ekkert mál að verjast fyrirgjöfum með fimm varnarmenn inni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. september 2017 16:25 Kristján Guðmundsson var sáttur með sína menn í dag. VÍSIR/eyþór „Þetta var vel spilað hjá strákunum. Við vorum einbeittir á að framkvæma það sem við ætluðum að gera, spiluðum boltanum í þau svæði sem við vildum í uppspilinu. Náðum að nýta leikmennina mjög vel og þeirra eiginleika, og varnarleikurinn var mjög góður líka,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á KR í Pepsi deildinni í dag. ÍBV vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur, sem kom þeim upp úr fallsæti á markatölu. „Það eru fjórir leikir eftir. Við skoðum að sjálfsögðu töfluna þegar þetta er búið, en þetta hjálpar verulega upp á sálartitrið, það er engin spurning með það.“ „Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að vinna fleiri leiki en bara þennan,“ bætir Kristján við. Eyjamenn spiluðu vel í dag, en KR-ingar áttu einnig frekar slæman dag. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr hjá sínu liðið sagði Kristján: „Fyrst og fremst, samheldni og einbeiting. Við duttum aldrei í það að hugsa um einhverja hluti sem við réðum ekki við, eitthvað sem við höfðum ekki áhrif á. Varnarleikurinn mjög þéttur og sóknarloturnar fínar.“ „Mjög gott að skora eftir fast leikatriði, það var einn af þeim punktum sem við fórum með inn í leikinn.“ Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í Eyjum 15. júní síðast liðinn, endaði líka með sigri ÍBV. Hefur Kristján Guðmundsson fundið uppskriftina af því að sigra Vesturbæinga? „Í fyrri leiknum þá settum við höfuðáherslu á að skora úr föstum leikatriðum og það gerðum við að mig minnir tvisvar þar. Náðum að loka á sóknarleik þeirra. Við spiluðum aðeins öðruvísi núna varnarleikinn þá þó við höfum verið nánast í sömu uppstillingu. Reyndum að vinna þá inn í önnur svæði heldur en í fyrri leiknum og það tókst mjög vel og við unnum boltann á þeim stöðum sem við vildum vinna hann.“ „Að verjast fyrirgjöfum með fimm menn inni, það er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Þetta var vel spilað hjá strákunum. Við vorum einbeittir á að framkvæma það sem við ætluðum að gera, spiluðum boltanum í þau svæði sem við vildum í uppspilinu. Náðum að nýta leikmennina mjög vel og þeirra eiginleika, og varnarleikurinn var mjög góður líka,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á KR í Pepsi deildinni í dag. ÍBV vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur, sem kom þeim upp úr fallsæti á markatölu. „Það eru fjórir leikir eftir. Við skoðum að sjálfsögðu töfluna þegar þetta er búið, en þetta hjálpar verulega upp á sálartitrið, það er engin spurning með það.“ „Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að vinna fleiri leiki en bara þennan,“ bætir Kristján við. Eyjamenn spiluðu vel í dag, en KR-ingar áttu einnig frekar slæman dag. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr hjá sínu liðið sagði Kristján: „Fyrst og fremst, samheldni og einbeiting. Við duttum aldrei í það að hugsa um einhverja hluti sem við réðum ekki við, eitthvað sem við höfðum ekki áhrif á. Varnarleikurinn mjög þéttur og sóknarloturnar fínar.“ „Mjög gott að skora eftir fast leikatriði, það var einn af þeim punktum sem við fórum með inn í leikinn.“ Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í Eyjum 15. júní síðast liðinn, endaði líka með sigri ÍBV. Hefur Kristján Guðmundsson fundið uppskriftina af því að sigra Vesturbæinga? „Í fyrri leiknum þá settum við höfuðáherslu á að skora úr föstum leikatriðum og það gerðum við að mig minnir tvisvar þar. Náðum að loka á sóknarleik þeirra. Við spiluðum aðeins öðruvísi núna varnarleikinn þá þó við höfum verið nánast í sömu uppstillingu. Reyndum að vinna þá inn í önnur svæði heldur en í fyrri leiknum og það tókst mjög vel og við unnum boltann á þeim stöðum sem við vildum vinna hann.“ „Að verjast fyrirgjöfum með fimm menn inni, það er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00