Á flótta undan storminum Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:47 Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi. Fellibylurinn Irma Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira