Kosningastjóri Fillon segir af sér Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 23:30 Francois Fillon Vísir/EPA Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37
Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00
Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59